Strandapósturinn - 01.06.1982, Síða 57
umar en þá vandaðist nú málið fyrir alvöru, því þær sögðust
vera búnar að lofa svo miklu, að þær gætu ekki með nokkuru
móti saumað á mig kjólinn fyrir fermingu, þá féll mér allur ketill
í eld, við þessi vonbrygði, og ég fór hreinlega að gráta, blessað
fólkið fór að reyna að hugga mig, og Guðríður húsmóðirin tók
mig með sér fram í eldhús og gaf mér að borða, hún sagði við
mig„ þú verður héma í nótt, og kannski rætist einhvemveginn úr
þessu á morgun“ og hún varð sannspá um það, því Sigríður
dóttir hennar sýndi mér þá velvild að bjóðast til þess að lána
mér, ljómandi fallegan flauelskjól til að fermast í, sem ég þáði
með þökkum.
Við þetta er svo ekki miklu að bæta, nema heim komst ég með
lánskjólinn og fallega efnið mitt ósaumað.
Og endalokin urðu þau, að aldrei fékk ég kjól úr því, elsta
systir mín fékk helminginn af því í svuntu við íslenska búninginn
sinn, en hinn helminginn fékk ég í blússu, sem var saumuð á
Akureyri, en þangað var ég lánuð til Lovísu frænku minnar ári
seinna, og átti þá meðal annars að passa son hennar Kristján
Jónsson. ekki datt mér þá í hug, að hann mundi seinna verða
einn af stóriðjuhöldum Akureyrarbæjar, en sú varð raunin á að
hann er löngu orðinn landskunnur fyrir sína starfsemi þar, ekki
ætla ég að rekja þar nánar, en bara slá botn í þessi sundurlausu
minningarbrot sem eru hvorki fugl né fiskur.
Bernsku-minninga^
Er vorgolan strýkur vinarhönd
um vanga — mig tekur að dreyma
blce með ilmifrá bemsku strónd
og brekkunum mínum heima.
Þar átti ég svo margayndisstund
á æskunnar glaða vori
nú minmnganna flý égfund
ogfagna þar hverju spori.
55