Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 60
Jóhann bóndi er í minni mínu maður fremur hávaxinn, vel á
sig kominn einlægur og einkar viðmótsþýður. Sigríður kona hans
er í sama minni létt og glaðleg, fríð kona og barngóð.
Böm þeirra voru allmiklu yngri en ég og kynntist ég þeim lítið,
en man þau sem glaðværan hóp ljóshærðra hrokkinkolla. Jó-
hann og Sigríður fluttust 1941 að Litlu Hvalsá þar sem þau
bjuggu í tíu ár en síðan að Borðeyri og þaðan til Reykjavíkur.
Á Bæ var annað heimili á uppvaxtarærárum mínum en það
var heimili þeirra Finnsdætra, Ragnhildar, Ingibjargar og Þór-
unnar. Þær giftust aldrei og héldu heimili saman í Bæ meðan
þær lifðu allar þrjár. Ragnhildur var saumakona, Ingibjörg
barnakennari en Þórunn sá um heimilishaldið. Systur áttu þær
sem Helga hét en hún giftist ung Guðmundi Bárðarsyni nátt-
úrufræðingi og bjuggu þau fyrst í Bæ og síðan í Reykjavík.
Meðal barna þeirra var Finnur Guðmundsson fuglafræðingur.
Þær systur Ragnhildur, Ingibjörg og Þórunn voru allar miklar
vinkonur móður minnar einkum þó Ragnhildur. Fór móðir mín
þegar hún gat því viðkomið frá stóru heimili í heimsókn að Bæ.
Ragnhildur fylgdi henni jafnan til baka en fór svo aftur gang-
andi. Stundum kom Ragnhildur inn heima og þáði kaffisopa og
fylgdi móður mín henni þá aftur eitthvað áleiðis.
Ragnhildur var kona fríð og víðlesin og sagði afar vel frá.
Aldrei heyrði ég hana né systur hennar leggja fólki annað en gott
til. Væri minnst á einhvern sem hafði borið af leið þá bar við
kvæðið „Æi, já, þetta getur allt lagast.“
Ingibjörg stundaði farkennslu í sveit sinni ásamt Bjarna Þor-
steinssyni. Skiptu þau víst oftast skólahéraðinu milli sín.
Ég var í skóla hjá þeim báðum og voru þau ágætir kennarar.
Ingibjörg andaðist háöldruð á Hrafnistu í Reykjavík og voru
þá systur hennar löngu famar yfir landamærin.
Þórunn var nett kona, eins og Ingibjörg, hlédræg og föst fyrir.
Ingibjörg kunni ógrynnin allt af sögum og ljóðum og hafði oft
þann sið að segja okkur skólabömunum sínum sögur að loknum
skóladegi og síðan sungum við eitt eða tvö lög. Það var bjart yfir
barnaskóladögunum hjá Ingibjörgu Finnsdóttur.
Eftir að Jóhann og Sigríður fluttust að Litlu Hvalsá, sem að
58