Strandapósturinn - 01.06.1982, Qupperneq 70
Alla tíð frá því ég mundi fyrst til mín hafði hann oft komið að
Kjós og rækt vel frændsemi við föður minn og okkur, eftir var
stuttur spölur út á Gjögur.
Jón stjúpi minn var allshugar feginn komu minni, hann vissi
sem var að heima mundi óvissan ríkja, ekki taldi hann sér fært að
koma heim að svo stöddu og langt um siði þar til Símon hresstist
svo að hann yrði ferðafær þó sjóleiðis væri farið, þá voru ekki
fyrir hendi styrkjandi lyf né vítamín. Smá saman varð líkams-
þrótturinn að sigra en það tók oft langan tíma. Símon naut
góðrar aðhlynningar hjá þeim mætu hjónum Vigdísi Gunn-
laugsdóttur og Guðmundi Sveinssyni og hélst alla tíð vinfengi á
milli af beggja hálfu. Þegar Vigdís féll frá fyrir aldur fram og
Guðmundur sá sér ekki fært að halda heimili áfram fór Sveinn
sonur hans að Kjós og var þar til fullorðins ára.
Það var orðið svo áliðið dags að ég sá mér ekki fært að leggja af
stað heimleiðis, gisti því hjá Lilju og Hjálmari föðurbróður
mínum í góðu yfirlæti á allan hátt, en þau bjuggu í allmyndar-
legu timburhúsi sem fátíð voru á þeim árum.
Ég notaði það sem dagurinn entist til að heilsa upp á föður-
systkin mín Gísla og Jóhönnu sem gott var að blanda geði við.
Þegar ég vaknaði að morgni brá mér í brun, allt var orðið snævi
þakið svo langt sem augað eygði, mér leist ekki á að fara sömu
leið og ég kom, inn Kjörvogshlíð, það var hægviðri svo mér var
ráðið til að fá mig flutta yfir fjörðinn, var þá réttu megin þó
veður breyttist. Ekki stóð á því, Gísli og Árni frá Kolbeinsvík sem
þá átti heima á Gjögri voru fúsir til og fluttu mig beinustu leið
yfir fjörðinn, ég var nú góðu bætt, hafði land undir fæti, kvaddi
velgerðarmenn mína með þökk og þrammaði af stað heimleiðis
en varð þess fljótt vör að færi var hið versta, djúpur jafnfallinn
snjór sem hvergi hvíldi fót, mér miðaði því sein áfram enda
mýrlent og illt yfirferðar, hvergi sáust götutroðningar.
Þreytt var ég, forug og blaut þegar ég loks kom til húsa
kaupmannshjónanna frú Sigríðar og Jensens, þar var- mér vel
tekið að vanda, mér var borinn matur sem hressti mig og hlýnaði
mér allri og var nú fær í flestan sjó, eftir að hafa hvílt mig þar
góða stund, leiðin sem eftir var, var mér vel kunn svo gangan var
68