Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 78
sem ég áleit að hefði verið bær, því að tóftirnar voru það margar.
En nóg um það.
Sunnan árinnar, neðar miklu en Feykishólar var sagt að
vinnukona hefði borið út barn. Og eins og venja var, átti þar
að vera útburður, því að á þeim hörðu og miskunnarlausu tím-
um var hugurinn aldrei leiddur að þeirri harmsögu sem bjó að
baki verknaðarins, sögu snauðrar mannveru, sem samfélagið
dæmdi til að drepa sitt eigið afkvæmi.
Á þessum slóðum var faðir minn eitt sinn sem oftar við
smalamennsku. Það var snemma vors, féð sækir fljótt til fjalls
strax og snjóa leysir svo fjárferð er ströng og erfið. Dimmt var yfir
og bleytukafald.
Þarna á göngunni sækir að föður mínum svo mikill svefn og
drungi að hann fær vart af sér borið. Jafnframt fer hann að sjá
fram undan sér eins og dökkan skugga, ef hægt er að segja svo,
lítinn um sig, en greinilegan. Eltir hann þennan skugga eins og í
draumi, þó að hann geri sér ljóst að hann er orðinn villtur.
Gengur svo nokkra hríð að hann eltir dökknann og finnst sem
hann nálgist smám saman. Loks hefir bilið minnkað svo á milli
þeirra að skugginn er kominn alveg að fótum hans. Hverfur
hann þar.
I sama vetfangi rankar faðir minn við sér og höfginn rennur
honum. Áttar hann sig þá á því að hann hefir villst langt afvega
og er kominn fram á brún hárra kletta, sem eru beint á móti
svonefndum Arnarhól norðan árinnar. Hefði hann gengið fá-
einum skrefum lengra, myndi hann hafa fallið fram af klett-
unum og ofan í djúpan hyl sem er undir þeim.
Vaninn
Á bæ einum í Steingrímsfirði voru um síðustu aldamót piltur
og stúlka í vinnumennsku. Hann hét Sigurður en hún hét Anna.
Þau voru trúlofuð en ekki farin að vera sjálfra sín. Anna var svo
myndvirk að hún var látin sitja að mestu við fatasaum og
hannyrðir en Sigurður var hafður í erfiðisverkin, enda var hann
karlmenni að burðum.
76