Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 79
Meðal annarra verka átti hann að hirða um fjósið á veturna.
Aðstoð hans í fjósinu var kerling nokkur ófríð og luraleg, ein
þeirra, sem gekk á hverjum stað í verstu verkin og vill þá fríð-
leikinn fara forgörðum hjá fólki, þótt það sé ekki ýkja gamalt.
Eitt sinn eru þau Sigurður og kerling óvenju lengi í fjósinu og
var farið að stríða Sigurði á þessu þegar þau komu inn. Hann tók
því öllu með ró, en þegar gems fólksins færðist í aukana, kom í
hann hálfkæringur. Sagðist hann skyldu fara á fjörurnar við
kerlu næsta kvöld, ef fólkið vildi og væri það þá einhversstaðar í
felum og fylgdist með. Þetta var samþykkt í einu hljóði og líður
nú fram til næsta kvölds.
Á tilsettum tíma ganga þau til fjóss, Sigurður og kerling, að
sinna sínum störfum. Ganga þeim verkin vel og er þeim tíman-
lega lokið. Fer þá Sigurður að gerast fjölþreifinn og spyr kerlu,
hvort hún sé ekki til í að hafa mök við sig þarna í fjósinu. Hún
tekur því liðlega og samþykkir þetta strax.
„En hvar eigum við að vera?“ spyr hann þá og hún svarar:
„Getum við ekki verið i moðbásnum, eins og við erum vön?“
Heldur var nú fólkið kindarlegt og fjósamaðurinn framlágur,
þegar þau komu inn frá fjósverkunum, hann og fjósakonan. Ekki
varð heldur lengra í trúlofun hans og Önnu og lái henni hver sem
vill.
Anna varð seinna yfirsetukona, velmetin og farsæl í sínu starfi.
Aldrei var hún við karlmann kennd eftir þetta svo ég hafi heyrt,
hefur líklega lítið álit haft á karlmönnum eftir þessa ástarreynslu
sína.
Óhugnanlegur farþegi
Kunningi minn hér á Selfossi, Armann Einarsson, hefur sagt
mér eftirfarandi sögu. Hann er vandaður og heiðarlegur maður í
alla staði svo að ég veit að sagan er sönn.
Ármann var fyrstu ár sín á Selfossi leigubílstjóri og eins og
alþjóð veit er vinnutími þeirra mestmegnis að kvöld- og nætur-
lagi.
Eitt sinn var hann að koma neðan frá Eyrarbakka seint um
77