Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 79

Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 79
Meðal annarra verka átti hann að hirða um fjósið á veturna. Aðstoð hans í fjósinu var kerling nokkur ófríð og luraleg, ein þeirra, sem gekk á hverjum stað í verstu verkin og vill þá fríð- leikinn fara forgörðum hjá fólki, þótt það sé ekki ýkja gamalt. Eitt sinn eru þau Sigurður og kerling óvenju lengi í fjósinu og var farið að stríða Sigurði á þessu þegar þau komu inn. Hann tók því öllu með ró, en þegar gems fólksins færðist í aukana, kom í hann hálfkæringur. Sagðist hann skyldu fara á fjörurnar við kerlu næsta kvöld, ef fólkið vildi og væri það þá einhversstaðar í felum og fylgdist með. Þetta var samþykkt í einu hljóði og líður nú fram til næsta kvölds. Á tilsettum tíma ganga þau til fjóss, Sigurður og kerling, að sinna sínum störfum. Ganga þeim verkin vel og er þeim tíman- lega lokið. Fer þá Sigurður að gerast fjölþreifinn og spyr kerlu, hvort hún sé ekki til í að hafa mök við sig þarna í fjósinu. Hún tekur því liðlega og samþykkir þetta strax. „En hvar eigum við að vera?“ spyr hann þá og hún svarar: „Getum við ekki verið i moðbásnum, eins og við erum vön?“ Heldur var nú fólkið kindarlegt og fjósamaðurinn framlágur, þegar þau komu inn frá fjósverkunum, hann og fjósakonan. Ekki varð heldur lengra í trúlofun hans og Önnu og lái henni hver sem vill. Anna varð seinna yfirsetukona, velmetin og farsæl í sínu starfi. Aldrei var hún við karlmann kennd eftir þetta svo ég hafi heyrt, hefur líklega lítið álit haft á karlmönnum eftir þessa ástarreynslu sína. Óhugnanlegur farþegi Kunningi minn hér á Selfossi, Armann Einarsson, hefur sagt mér eftirfarandi sögu. Hann er vandaður og heiðarlegur maður í alla staði svo að ég veit að sagan er sönn. Ármann var fyrstu ár sín á Selfossi leigubílstjóri og eins og alþjóð veit er vinnutími þeirra mestmegnis að kvöld- og nætur- lagi. Eitt sinn var hann að koma neðan frá Eyrarbakka seint um 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.