Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 91

Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 91
En manninn skal reyna. Reynslan er öllum góður skóli, sem hana þola, og það gera flestir. Það er svo ótal margt sem fyrir getur komið á lífsleiðinni, allt frá smæstu tilvikum til hinna svokölluðu örlagastunda, þegar sjálft lífið er að veði, eigið líf eða annarra. Undir slíkum kringumstæðum verður líklega flestum fyrir að leita á náðir hinnar „Guðlegu forsjónar“, sér til hjálpar og stuðnings, jafnframt því sem hugur og hönd neyta allrar orku til að afstýra þeim voða sem framundan blasir við. Oft fer betur en á horfist og atvikin gleymast fljótt. En flestum hygg ég þó svo farið, að hafi þeir átt einhverja ögurstund í lífinu, stund, sem skipti sköpum, þá líði hún ekki úr minni svo lengi sem vitund manns fær nokkru til skila haldið. Það er reynsla mín, að hafi maður daglega og í einlægni sam- band við hina „Guðlegu forsjón“ þá gangi manni betur við öll sín störf á dögum og eigi betri drauma á nóttum. Hér að framan var minnst á minnisverða atburði, sem flestir eiga einhverja í hugskoti sínu ef vel er að gáð. Ég ætla nú að rifja upp einn slíkan atburð, sem mér hefur orðið nokkuð hugstæður einkum á síðari árum. Þetta var snemma vetrar eða nálægt mánaðamótum nóvember og desember árið Í930. Eg átti þá heima á Broddanesi við Kollafjörð í Strandasýslu, hjá foreldrum mínum, Jóni Þórðarsyni og Guðbjörgu Jónsdóttur, sem þar bjuggu. Ég var þá 25 ára gamall. Ég var langmest að heiman og vann við húsasmíðar á ýmsum stöðum. Að þessu sinni vann ég að byggingu íbúðarhúss á Heydalsá í Kirkjubólshreppi. Laugardag einn á áður nefndum tíma ætlaði ég heim að Broddanes og vera þar yfir helgina. Að liðnu hádegi lagði ég af stað frá Heydalsá. Veðri var þannig farið að logn var og örlítið frost en auð jörð. Dimmt var til lofts og aðeins að byrja dálítil kafaldsmugga. Ég fór gangandi og hélt sem leið lá út eftir sveitinni og þegar ég var kominn út á svonefndan Smáhamraháls var komin talsverð fannkoma og snjór í ökla. Þegar utar dró og komið var á Gálmaströnd var heldur farið að létta í lofti, orðið frostlaust og farið að blota. Mér sýndist allt benda til, að einhver veðrabrygði væru í nánd. Ég hafði ákveðið að koma við á Hvalsá og fá þar annaðhvort léðan bát eða flutning yfir Kollafjörð, sem var síðasti 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.