Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1982, Síða 93

Strandapósturinn - 01.06.1982, Síða 93
í Skálholtsvík. Þær hétu Valgerður 12 ára og Matthildur nokkru yngri. Við kvöddum nú heimafólk á Kollafjarðarnesi og gengum fram að svonefndri Húsaklöpp, en þar var skektan uppundir kambi með segli og öllum farvið. Það var lágsjávað og nokkuð langt að setja niður. Þegar skektan var komin á flot, bað ég telpurnar að fara út í hana og setjast á öftustu þóftuna. Hjálmar kvaddi nú frænkur sínar og veifaði brosandi til okkar að skilnaði og varð bros hans mér gott vegarnesti. Um leið og ég ætla að stíga út í bátinn, verður mér litið niður í fjöruna við fætur mínar og sé ég þá hvar liggja tveir hellusteinar nokkuð stórir, en þó vel viðráðanlegir. An þess að hugsa mig um, tek ég steinana og læt þá undir miðþóftuna og var það mjög góð kjölfesta í ekki stærri bát. Ég ýti svo frá landi og tek til áranna. Veðrið var enn óbreytt, en ókyrrð í lofti, ýmist rofaði til eða dró fyrir aftur og aðeins vestan andvari svo ég ákveð að setja upp segl til að flýta för okkar yfir fjörðinn. Allt gengur þetta vel og báturinn skríður mjúklega undan vestan golunni og við erum bráðum hálfnuð yfir fjörðinn. Þá heyri ég allt í einu snöggan hvin og siðan eins og þungan nið í fjarska og mér sýnist sjórinn dökkna. Samstundis er skollið á vestan rok og ætlar nú allt um koll að keyra. Dragreipið var bundið undir röng með lykkju og lá endinn á þóftunni hjá mér. Eg brá við skjótt og lagði inn árarnar, tók í endann á dragreip- inu, sem losnaði um leið úr rönginni og seglið var komið niður með það sama, en rokið ætlaði nú að tæta það úr höndunum á mér. En ég gat vafið vindbandinu utan um seglið, brugðið undir framþóftuna og súrrað það niður. Næsta verkið var svo að færa steinana út í kulborðssíðuna en við það réttist nokkuð hallinn, sem varð á bátnum af rokinu. Eg vona að það verði ekki mis- skilið, þótt ég segi að handtök mín á þessum sekúndum hafi minnt á handtök föður míns, þegar honum lá á, þótt aldrei endranær kæmist ég í námunda við hann í þvi efni, hvorki á sjó eða landi. Þegar ég leit til litlu telpnanna sá ég að önnur þeirra, sú yngri, var farin að gráta, og var það sannarlega ekki að undra, að vera á lítilli bátskel í þvílíku veðri með einum ókunnugum manni. 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.