Strandapósturinn - 01.06.1982, Síða 94
Ég tók nú sem snarast til áranna því engan tíma mátti missa
og nú dugði ekki að leifa af kröftunum. Og það var óhætt að taka
í árarnar hans Gústa á Hvalsá. Ég reyndi að tala við telpurnarog
segja þeim að það væri engin hætta á ferðum, við næðum von
bráðar landi og allt færi vel.
En það get ég sagt, að mín aðal- og eina hugsun var að koma
telpunum til lands, og það held ég að hafi aukið mér krafta um
helming. Ég er ekki viss um að mér hefði tekist að bjarga sjálfum
mér, ef ég hefði verið einn á ferð.
Agjöf var ekki mikil, nema jafn úði af særokinu, sem fljótlega
gerði okkur holdvot, og jók þá kuldi á vanlíðan telpnanna, en
mér var að sjálfsögðu nógu heitt.
Skammdegisdagarnir eru stuttir og þegar ég lagði af stað frá
Kollafjarðarnesi var mjög tekið að rökkva og eftir að veðrið skall
á mátti heita almyrkt. Yfir Kollafjörð er um það bil 40 mín.
róður í góðu veðri og er það alveg bein leið þvert yfir fjörðinn
milli lendinga á Kollafjarðarnesi og Broddanesi, rétt út undir
fjarðarmynninu. Vindurinn stóð beint út fjörðinn og fyrir utan
er opið haf, Húnaflóinn. Nálægt landi á Broddanesi er hólmi,
sem nefndur er Dyrhólmi. Þangað hugðist ég reyna að ná, því
bátinn hafði þegar borið svo langt af leið, að enginn möguleiki
var að ná lendingunni. En tilraun mín til þess að ná hólmanum
heppnaðist ekki svo að nú var aðeins eitt ráð til bjargar, en það
var að ná upp í svonefnda Bæjarnestá, en það er þar sem nesið,
sem Broddanesbærinn stendur á, skagar lengst til hafs. Tækist
það ekki mundi bátinn reka út á Húnaflóa, þar sem ekkert land
var fyrir stafni og skammdegisnóttin fara í hönd. Nei, það mátti
aldrei verða kraftarnir urðu að duga, um það var ekkert val.
Þegar maður og náttúruöfl takast á er einatt ójafn leikur, en þó
getur maðurinn stundum sigrað ef hann leggur sig allan fram og
hefur heppnina með sér.
Ég geri mér ekki grein fyrir því, hversu lengi þessi barátta stóð,
en upp á líf og dauða var hún háð og líklega áttu steinarnir góðu
frá Kollafjarðarnesi stærstan þátt í því að sigur vannst að lokum.
Mér tókst að ná landi alveg út í ystu tá á Bæjarnesinu og komst
þar upp í litla vík, þar sem skjól var af klettum. Ég stökk upp úr
92