Strandapósturinn - 01.06.1982, Síða 100
lagi. Enginn dirfist að segja neitt misjafnt um hann, því að hann
hefir þann snillingskjaft, sem vekur undrun og aðdáun hvers
okkar, sem vera skal.
„Nú er hún grá“, segir hann við mig í gælutón. Ég fitja upp á
nefið.
Djöfuls ósiður að rífa mann upp á miðjum nóttum bara til að
drepa. Ég er nú svoleiðis gerð að mér finnst skynsamlegra að nota
daginn til þeirra hluta.“
„Á, finnst þér það?“ er nú hrópað í eyra mér, og um leið er
heljarmikill tóbakskyllir rekinn fast upp að nefinu á mér.
„Má ekki bjóða dömunni?“
Þetta er „jafnhattarinn“. Hann ber skrokkana inn í kjötklef-
ann og kröftum hans er viðbrugðið. Hann hefir oftar en einu
sinni jafnhattað rígroskna hrúta og stríðalda bolakálfa, sem
drepnir hafa verið á haustin. Kvígum og geldám lítur hann ekki
við, það eru of lítilmótleg viðfangsefni.
„Býðurðu mér í hrútspung, skrattinn þinn?“ svara ég fok-
vond, og klíp hann í nefið. „Ætli að þú sért ekki að koma til að
reka á eftir mér?“
„Áttu þá ekki kollgátuna“, hlær hann hróðugur og vefur snæri
um kyllisopið. „Þú átt nú frekar að koma inn í hjónakojuna
okkar heldur en að vera að sinna strákunum hér frammi í al-
menningi. Eg verð þó að hafa þig smástund út af fyrir mig á
morgnana, fyrst strákamir hafa þig hinn partinn.“
„Að þú skulir ekki skammast þín fyrir að tala svona við mig,
eins og ég er stillt.“
„Þú kannt enga mannasiði, bölvaður. Þú ættir heldur að
reyna að krækja þér í einhverja kerlingu áður en þú verður
ónýtur til alls, heldur en að vera að stríða stelpugreyinu.“
Eláningsmaðurinn kemur strax mér til hjálpar.
„Þér finnst líklega þ>essi fara mér eins og silkihattur svíni“,
svarar „jafnhattarinn“ glaðlega um leið og hann hívar mig
skrækjandi og spriklandi upp á öxlina á sér og öslar í gegnum
þvöguna inn fyrir rennihurðina inn í kjötklefann.
„Vatn“, öskra ég hlæjandi þegar hann setur mig niður. En þá
finn ég að hann hefur sett mig niður í þvottafötuna, rennandi
98