Strandapósturinn - 01.06.1982, Síða 106
„Nú, sá á fund sem finnur, elskan mín“, svarar hann og smellir
á þær rokna kossum um leið og hann setur þær niður.
„Elsku, flýttu þér og komdu“, segir sú úr mörnum og sviptir af
sér hlífðarsvuntunni. Ég geri það víst svikalaust, því ég er viss um
að hæklar og strjúpi urðu útundan á síðustu kroppunum.
Hjá kyndaranum er hægt að fá heitt vatn, en ógemingur er að
ná fitu og blóðslettum af olíukápunum með öðru.
Nú keppast strákarnir við að moka drasli og úrgangi fram úr
klefunum, hauga því á börur og aka því í sjóinn. Skóflurnar urga
við gólfið, vatnið bunar úr gúmmíslöngunni, sem þvottamenn
kvöldsins hafa lagt undir sig. Fjögurra manna vakt á að þrífa
húsið í lok hvers vinnudags og nú eru mestu æringjarnir úr hópi
okkar að því verki. Við höfum varla þvegið hlífðarföt okkar til
hálfs, þegar öflugri vatnsbunu er skellt aftan á okkur. Við flýjum
með ópum og skrækjum inn í kjötklefann og sendum strákunum
þaðan óþvegin skammaryrði. Allir í blóðklefanum fá sömu út-
reið, gildir jafnt um háa sem Iága. Kaupfélagsstjóri og gistihús-
haldari, sem vappað hafa þama að í forvitnisferð, sjá þann
kostinn vænstan að forða sér lengst út á stétt, þegar vatnsbunan
skellur á dyrastafnum ískyggilega nærri þeim.
Við förum. í mesta hasti fleygjum við af okkur vinnugallanum
og þvoum okkur og greiðum. Önnur stelpan hefir sníkt heitt
vatn hjá ráðskonunni. Svo steypum við yfir okkur kvöldflík-
unum, púðrum okkur ofurlítið og lögum á okkur hárið. Tilbúnar
í matinn.
Samverkastúlka okkar „í langanum“ dregur upp varalit, en
við hinar andmælum kröftuglega:
„Hvað heldurðu að þetta þýði fyrir mat? Þú étur þetta bara
oní þig“.
Hún hnussar, en hættir samt við.
Við kvöldborðið er meiri friður og ró en um hádegið. Menn
hafa nú þvegið sér og sitja eða standa í smáhópum, spjalla og
reykja. Eftir mat er besti tími sólarhringsins. Hvert kvöld á sinn
sérstaka sjarma. Þegar við erum aftur komnar inn í herbergi
okkar eftir kvöldmat og ekkert starf kallar okkur framar grípur
okkur eitthvað eirðarleysi og óró, sem við þó sjaldnast viljum
104