Strandapósturinn - 01.06.1982, Síða 113
Meðan sá hvíti stendur þama, sveigir hann hálsinn stöku
sinnum aðeins til hægri þá sér hann vel inn til heiðarinnar, þess
fjallvegs, sem honum er svo kunnur. Þær troðnu slóðir þekkir
hann af reynslunni, þær liggja til átthaganna, suður í frelsið,
suður þangað em hann ungur lék ser á grænum grundum við
sína jafningja, og þurfti öngvum að lúta, utan grængresinu og
móðurmjólkinni. En af hverju eru þessir hestar hér?
Þeir eru til að gefa okkur innsýn i lönguliðna tíð, andstöðu, og
samstöðu, hvortveggja í senn. Fara til baka, kannski sextíu eða
yfir hundrað ár, — bregða upp svipmynd þess, hversu mann-
fólkið var háð hestinum í bliðu og stríðu.
Hvað eiga þessir hestar sameinginlegt?
Þeir hafa báðir gert garðinn frægan hvor á sinn hátt. Báðir
höfðu sérstaka hetjulund og voru hugdjarfir í hverri raun.
Báðir eru aðkomnir sunnan yfir heiðar. Sá svarti leit fyrst
Borgarfjörð augum, hinn aftur á móti undraðist alla þá eyja-
mergð, sem sjá má úr Reykhólasveit á Barðarströnd. Báðir luku
sínu ævistarfi á Kollafjarðarnesi. Báðir voru rómaðir af sinni
samtíð, þótt með ólíkum hætti væri.
En hvað er það sem gerir þá svo ólíka? Annar er eingöngu
reiðhestur, eðlisfjörhár og fárra manna meðfæri.
Hinn er alhliða heimilishestur eins og þeir gerast bestir jafn
trúr hvort á baki er karl, kona eða krakki.
Annar er að mestu klárhestur og yfirferða mikill stökkhestur.
Hinn með allan gang, en hafði líka mikla stökkferð.
Annar hefur um sína daga þjónað einum manni fyrst og
fremst. Hinn var þjónn hvers og eins sem á þurfti að halda í það
sinn jafn ljúfur hvort á baki sat læknir eða ljósmóðir eða einhver
sá sem þurfti að komast leiðar sinnar.
Annar sá sem fyrr segir grannbyggður, og létt um hlaup, en
ekki að sama skapi þrekgóður. Hinn aftur á móti, hafði öll
einkenni þrekhestsins, — dugnaðinn, enda er hans þess vegna
minnst af samtíðinni. Annar varð ekki langlifur tiu vetra varð að
fella hann, langt fyrir aldur fram því hann ætlaði ser ekki af.
Hinn lifði fram í háa elli útenti vel sinn tíma varð 26 vetra.
Mörg konan og margur karlmaðurinn eiga fótum þessa hests líf
111