Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 114
að launa því svo oft hefur hann borið lífgjafann til þeirra
Samtíðar menn þekktu þennan hest og dáðu hann, og það
löngu eftir að hann var fallinn.
„Gráblési“
Sörli var fæddur á Hríshóli í Reykhólasveit 1907. En 1910
kaupir Oddur Lýðsson bóndi í Hlíð, — sem er næsti bær fyrir
framan Kollafjarðarnesi, — hann og móður hans, hún var jarp-
blesótt frekar lávaxin en nokkuð löng. Trippið var þá dökkgrátt
með blesu og kallaður Gráblesi, og þannig var hann fram yfir 6.
veturinn er séra Jón Brandsson á Kollafjarðarnesi keypti hann.
Undir handleiðslu Odds var folinn taminn og fara öngvar sögur
þar af, sjálfsagt verið þægur og auðtaminn. Eðlisvithestur var
hann og sýndi það oft í samskiptum við manninn.
Þetta vit kom aldrei frá sem klækir eða vonska, — heldur sem
stríðni og mótþrói við heftu frelsi, — því frelsi sem hverjum
einstaklingi er í blóð borið að varðveita. Mér býður í grun, að
þessi gráblesótti foli hafi gengið undir móður sinni fyrstu árin og
það ásamt kjarngróðri Kollafjarðarhlíða hafi skapað þann þrótt
og yfirburða þrek sem honum var í ríkum mæli gefið. Gráblesa
nafninu hélt hann þar til séra Jón kaupir hann, en eftir það heitir
hann Sörli og undir nafninu, Sörli á Kollafjarðarnesi var hann
þekktur ekki aðeins í sinni sveit heldur langt út fyrir það. Það var
ekki að undra þótt séra Jón væri hrifinn af þessum gráblesótta
fola, svo mjög sem hann kom vel fyrir stór og spengilegur vel
limaður og hraustlegur.
Nú skulum við athuga eitt séra Jón var Strandamaður, fæddur
og bjó þar til fjögra ára, en hann ólst upp í Vestur-Skaftafellssýslu
á Ásum í Skaptártungu, þar var Brandur faðir hans þjónandi
prestur. Víða má lesa um samskipti Skaptfellinga við hesta, og
gengur það sem rauður þráður í þeirra sögum að þeir hafi valið
sína hesta yfirleitt stóra og stæðilega, hrausta fótvissa og um
fram allt góða í vötnum, sem meir en nóg er af þar. Það er því
ekki ólíklegt að þetta Skaftfellska sjónarmið hafi ráðið nokkru
um valið á þeim gráblesótta hjá séra Jóni þarna sá hann hest sem
112