Strandapósturinn - 01.06.1982, Side 115
mundi henta honum vel í vetrarferðum á annexsíurnar.
Einn fjallveg þurfti hann yfir að fara, sem lá nokkuð hátt, og
gat stundum brugðist til beggja vona með veður og færð, það var
Bidruháls, þá gat verið gott að eiga kjarkhest sem treysta mátti ef
út af brá.
Sá siður var á reiðlagi séra Jóns, að hann lér alla hesta val-
hoppa, og það strax uppaf fetinu. Hann virtist vera snillingur að
kenna öllum sínum hestum þennan létta og þægilega gang.
Til að leita orsakanna til þessa, verðum við að leita aftur til
Skaftafellssýslu, ef þar mætti finna skýringuna, og vissulega er
hún fyrir hendi ef að er gáð.
Landslagi í þeirri sýslu er þannig varið að ótrúlega mikið af
yfirborði sýslunnar eru sandar eða flesjur sem eru mjúkar undir
fæti og þreytandi fyrir hesta, (og eða mosaþembur.—) þess
vegna þætti mér ekki ólíklegt að Skaftfellingar hafi vanið sína
hesta á að valhoppa á þessu erfiða landi, það er létt fyrir hestinn
og fer frekar vel með manninn. A svona vegleysu væri tölt von-
laust, skeið mundi líka þreyta um of, og stökk kæmi ekki til, þá
missir hesturinn svo mikið úr spori. Valhopp og létt brokk er því
ákjósanlegasti gangurinn, svo fremi að hraðinn sé sem minnstur,
hesturinn endist lengur og betur. Það er tilgáta mín að séra Jón
hafi flutt þetta með sér til Kollafjarðamess og hafi áfram sama
siðinn og hann ungur að árum vandist á í sinni heimasveit.
Það styður nokkuð tilgátu minna að eitt í viðbót flutti hann
með sér að sunnan. Þegar tveir elstu synir hans, Hjálmar og
Brandur voru ungir að árum vandi hann þá, eða kenndi þeim að
sundríða hesti. Þetta gerði hann í sjónum í vík nokkurri. Hann
sagði þeim hvernig þeir ættu að sitja á hesti, hvernig þeir ættu að
nota taumana, gagnvart straumlagi o.fl. Vissulega var víðar
meiri þörf á að kunna slíka hluti en við Steingrímsfjörð þar
sem ár eru litlar og vel væðar sunds, en aftur á móti, var öllum
nauðsynlegt að kunna skil á vöðum sérstaklega áður fyrr. En til
að minna á að hverskyns lærdómur er ekki til einskis er eftirfar-
andi:
Nokkrum túgum ára, eftir að séra Jón var að kenna sonum
sínum að sundríða hesti lenti annar þeirra, Brandur, í því að
113