Strandapósturinn - 01.06.1982, Qupperneq 116
hestur með hann á bakinu fór óvænt og fyrirvaralaust í hroka-
sund. Þá kom í ljós að Brandur hafði ekki gleymt sundkennsl-
unni og gerði allt nákvæmlega eins og pabbi hans hafði kennt
honum og virtist ekki hafa þurft að hugsa sig um. Þetta var í
anda vatnamannanna í Skaftafellssýslu.
Nú er Sörli kominn í eigu séra Jóns á Kollafjarðarnesi og þar
með er hann kominn í heimahöfn, þótt hann flytti um set síðasta
árið. Fljótlega fór séra Jón að hafa hann með í ferðir og þegar
frammí sótti varð hann aðalreiðhestur hans í mörg ár.
Málum var þannig háttað við Kollafjörð á þessum tíma að
hross voru síst of mörg að sumrinu því nota þurfti alla brúkun-
arhæfa hesta undir heyband, og stundum um langan veg og
venjulegast dag eftir dag allan ágúst og stundum framí septem-
ber. Sörli varð að bera sína bagga sem aðrir hestar og ekki
æfinlega þá léttustu, en svo fór vel á Sörla að naumast kom fyrir
að laga þyrfti á honum bagga eða reiðing. Eftir sem árin urðu
fleiri, færðist í vöxt heimilisbrúkunin á Sörla. Honum var
brugðið fyrir drátt t.d. heyýta og sleða, hvortveggja tilheyrði
heyþurrkun á heimatúni. í þá daga voru það mestu kostagripir
sem hægt var að nota fyrir drátt, reiða á, og gátu verið dágóð-
irreiðhestar eða jafnvel ágætir. Það var talið í mínu ungdæmi að
það færi betur með hest að reiða á honum í milli sem kallað var.
Sá siður var í Tungusveit og víðar á þeim árum að heybands-
hestar voru ævinlega reknir, og fengu að vera frjálsir, oftast
beislislausir, en með band um hálsin.
A þessum annatíma var brúk fyrir alla tiltæka hesta, en aftur á
móti vor og haust svo ekki sé talað um veturinn, var minna um
að vera, þá náði þetta til færri hesta, „Sörli“ var einn af þeim
hestum sem sjaldnast fékk frí, helst var það um tíma að haustinu
eftir sláturtíð að hann fékk að vera frjáls. Á járnum var hann allt
árið utan þess stuttatíma, og kom það til af því að hann öðrum
hestum duglegri og þolnari í reið, og kom það sér vel í ljósmóður
eða læknis vitjunum.
Ef þeir núlifandi menn,sem muna Sörla væru spurðir, fyrir
hvað hann væri þeim minnisstæður, myndu þeir trúlega allir
svara eins, það væri vegna þess að þeir vissu ekki til að nokkur
114