Strandapósturinn - 01.06.1982, Side 117
hestur þar um slóðir hefði eins oft verið fenginn til að sækja
lækni á sem hann. En við getum spurt, — af hverju kom þetta
svona mikið á þennan hest, því ekki einhvern annan?
Það liggja nokkrir þættir að þessu svari. Bændur á þessum
tíma voru yfirleitt ekki með hesta á skaflajárnum nema sérstaka
nauðsyn bæri til. Presturinn aftur á móti þurfti hests við sumar
sem vetur og það vissu menn. Kollafjarðarnes var þannig í sveit
sett, að líkast var að þangað lægi vegur úr öllum áttum, fyrir
utan sveitungana var það Kollafjörður. Bitra og Broddnesingar
og Broddadalsá höfðu yfir fjörðinn að sækja. Svo bættist það við
að séra Jón vildi hvers manns vanda leysa. Og að síðustu það,
séra Jón var búin að hafa Sörla í mörg ár fyrir ferðahest, hann
vissi manna best til hvers mátti treysta honum, hann þekkti hans
ódrepandi þrek og ákveðna vilja. Öngvum hesti treysti séra Jón
betur ef mikið lá við það var Sörli og aftur Sörli.
Römm er sú taug
Hríshóll, er norður af Berufirði, ekki Iangt frá þeim þekkta
fallega stað Þrastarlundi. Þar er vítt til veggja fegurð Breiða-
fjörðs skyggir ekki á staðinn. Landið er sléttlent með ávölum
ásum, víða lyngi og kjarri vaxið, hlýlegt og vinalegt. Gróður er
nægur og víðferma í allar áttir á meðan girðingar spilltu ekki
landinu. Hagar eru þar víðast góðir og skjólasamt með betra
móti, vallendis teigar í aflíðandi brekkum, kjömir hrossahagar.
Það var þetta land bernsku minninganna sem aldrei fór úr huga
„Sörla“.
Og á hverju sumri allt frá því hann kom norður og til tvítugs,
fór hann að vitja æskuslóðanna. Á þessum árum var lítið um
girðingar utan, þar sm ræktuð tún voru, þessvegna voru þær
Sörla enginn fyrirstaða. Leiðirnar þekkti hann vel.
Steinadalsheiði upp úr Kollafirði og suður í Gilsfjörð. Vatna-
dal, farið fram Miðdal og vestast Tröllatunguheiði, farið frá
Tröllatungu og komið niður að Valshamri í Geirdal. Allar
þessar leiðir þekkti Sörli vel, og það var geðþótta ákvörðun
hverja hann valdi. Að reyna að stoppa Sörla eftir að hann var
115