Strandapósturinn - 01.06.1982, Side 118
komin á strok var ekki heiglum hent, þá var hann ljónstyggur go
vílaði ekkert fyrir sér.
Á Kirkjubóli í Tungusveit var um og eftir 1920 tvíbýli.
Grímur Benediktsson bjó þar stórbúi, einnig bjó þar Jón Magn-
ússon bróðir Guðnýjar á Kollafjarðarnesi. Jón flutti síðan bú-
ferlum að Skálholtsvík og bjó þar alla tíð. Það var morgunn einn
að sumarlagi meðan Jón var á Kirkjubóli að hann sér hvítan hest
koma utan grundimar.
Fljótlega þekkir Jón að þetta muni vera Sörli, og sé nú kominn
á strok. Bar nú vel í veiði, Þó ákjósanlegur staður til að ná hesti
var þar sem túngirðingin liggur austan við kirkjubólsvíkina.
Hagaði þannig til að vegurinn lá upp á dálítla klettabrík við
túnið, girðinginn á aðra hönd og sjórinn á hina. Betri stað var
ekki hægt að fá til að ná strokuhesti. Jón greip með sér beisli og
bíður Sörla við einstigið.
Kemur nú Söli af krafti utan grundina og ætlar sér veginn sem
leið liggur, en þar er Jón fyrir, öngvar vöflur voru á Sörla, um
leið og hann sér manninn á götunni sem varnar honum áfram-
hald vindir hann sér til hægri og setur sig í sjóinn og syndir yfir
víkina, og þar missti Jón af honum. Það var fastur siður hjá
„Sörla“ að fengi hann að vera vikutíma eða svo á Hríshóli kom
aldrei fyrir að hann legði til stroks aftur það sumarið. Þetta var
svo árvíst að væri hann ekki með heimahestunum vissu allir að
hann var strokin suður, varð þá annað hvort að sækja hann, eða
honum var komið á ferð sem varð norður.
Árið 1927 þegar „Sörli“ var tuttugt vetra brá hann ekki vana
sínum og stauk suður. En svo segir sagan að hann hafi komið að
Hríshóli, en ekki fundið hestana hvernig sem hann leitaði.
Næstu sumur þar á eftir lagði hann ekki til stroks, fyrr en hann
var tuttugu og sex vetra, og þá mun hann hafa litið Breiðafjörð
og hans byggðir í hinsta sinn.
Glettur
Sá var ljóður á „Sörla“ að hann var alla tíð styggur í haga,
ónáandi nema í aðhaldi eða hann vari rekinn í rétt eða hús.
116