Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 119
Þegar þeir voru litlir, og ungir, Hjálmar og Brandur, en þó farnir
að sækja hesta ef á lá, gat annar þeirra náð Sörla í haga, hann
hreinlega varaði sig ekki á strákunum svona litlum en í næsta
skipti tókst það ekki þá passaði Sörli sig. Þá brugðu þeir á það
ráð að hafa með sér brauð, og náðu hinum þannig, síðan ekki við
söguna meir, Sörli lét aldrei taka sig oftar hversu gómsætt brauð
sem á boðstólnum var. Það var sumar eitt, Kollafjarðarnes—
Fólkið var heyja upp á dal, og eins og ævinlega var bundið á
hverjum degi.
I þetta sinn fór Brandur á milli, og einhverja hluta vegna reið
hann Sörla, sem þó var ekki venjulegt. Sá siður var á, um þessar
slóðir, að matur var mikið til reidd.ur daglega á engjarnar. Ég
minnist þess frá því ég var milliferðastrákur að óskemmtilegast
af öllu var að reiða grautarföturnar oftast tvisvar á dag. I þetta
skipti var Brandur með grautarfötu en hún var bundin ofaná,
við klifberann á einum hestinum. Upp á dalnum var kelda ein
heldur leiðinleg yfirferðar, þegar hesturinn með grautar-fötuna
rykkti sér upp úr keldunni losnaði eitthvað um hana svo
Brandur þorði ekki annað en fara af baki til að laga á hestinum.
En þegar hann ætlar að ná Sörla og stígur á bak aftur lét hann
ekki ná sér. Hann var með tauminn niðri, en hann var alveg
snillingur með að halda tauminum svo uppi að hann sté aldrei í
hann. Þegar þetta skeði var komið fram í ágúst og farið að
dimma nótt, en þetta var seinasta ferðin þann dag. Eltist nú
Brandur lengi við Sörla, allveg sama hvað hann reyndi, klárinn
lætur ekki ná sér. Svo fer að dimma, og ekki bætti það um að
Brandur vissi að fólkið færi að undrast um hann, og auðvitað
lengja eftir matnum. Ekki auðveldaði myrkrið að ná taki á Sörla
hann smaug úr hverri gildru.
Brandur var farinn að örvænta, og jafn vel ekki örgramt að
honum var farið að vökna um augu. En rétt um það leyti heyrir
hann að einhver segir út í myrkrinu, — þe, þe, þe, þe, þe, ertu í
vandræðum ræfillinn. Brandur þekkti röddina, það var bóndi af
næsta bæ, hann hjálpaði honum að ná Sörla og engjafólkið fékk
grautinn sinn.
117