Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 120
Afrek, sem, lengi verður
í minni haft
Það mun hafa verið, veturinn 1922, nokkru eftir hátíðar, að
Guðný á Kollafjarðamesi veikist snögglega svo sækja varð handa
henni lækni. Þá var á Hólmavík læknir að nafni Magnús Pét-
ursson frá Gunnsteinsstöðum í Langadal í A-Húnavatnssýslu.
Magnús tók við Strandasýsluhéraði 1910 og var til 1922.
Þingmaður Strandamanna var hann frá 1914 til 1923. Sagterað
Magnús hafi verið mjög góður læknir, ferðamaður með afbrigð-
um röskur og áræðinn auk þess fljótur til ef hann var sóttur til
sjúkra. Strandasýsla var á þeirri tíð vanbúin af samgöngutækj-
um vegir lélegir eða öngvir utan hestaslóða, en þar sem hægt var
að koma bátum við leysti það nokkurn vanda sérstaklega ef mikil
snjóalög voru, og yfir firði þurfti að fara. Ekki var nú vélaraflinu
fyrir að fara, árar og segl var aflgjafinn. Oft kom það fyrir að fara
þurfti gangandi yfir fjallvegina að vetrinum kannski í vondri
færð. Það er haft fyrir satt, að Magnús hafi verið svo mikill
göngugarpur, að röskustu menn hafi átt fullt í fangi að fylgja
honum eftir. Sú saga gekk um Magnús, að hann var eitt sinn
sóttur frá Broddanesi, fengnir voru hestar á Kollafjarðarnesi til
að sækja lækninn inn á Hólmavík, en bátur beið til að flytja
hann yfir fjörðinn.
Þegar Magnús kemur að Kollafjarðarnesi var komið hífandi
veður fast að því rok, skóf sjóinn svo vart sást yfir fjörðinn.
Eitthvert hik var á Broddnesingum hvort þeir ættu að leggja í
hann, en á Magnúsi var ekkert hik, hann stökk út í bátinn og
spurði, hvort þeir ætluðu að vera með yfir? Þetta þótti í frásögu
færandi, vegna þess að Broddnesingar voru ekki taldir kjark-
lausir sjómenn. Þetta set ég hér, til að sýna, að ekki vantaði
Magnús kjarkinn og dugnaðinn að komast áfram.
Við getum rétt ímyndað okkur, þegar þessi maður var kominn
á bak stórum, góðum og viljugum ferðahesti, þá hefur sko ekki
verið mulið undir þann hest. Vinnumaður sem var hjá séra Jóni,
var sendur eftir lækninum, lagði hann á „Sörla“ en hinn hest-
118