Strandapósturinn - 01.06.1982, Qupperneq 125
staklega minnisstætt, það var rétt ógjörningur að ríða honum
berbakt, hann var svo upphryggjaður, sem kallað var í minni
sveit, þ.e. að hryggjarliðirnir skárust uppí rassinn á manni og það
var svo ansi sárt.
Sörli var alhvítur frá því ég man fyrst. Með allra stærstu
hestum, öngvan hest man ég eins hófstóran og hann, þetta var
líkast hlemmum.
Höfuð var stórt, beina- og æðabert, með svartan flipa, mikil-
úðlegt og bar ennþá meira á því vegna þess að hálsinn var svo
þunnur fram við hausinn, enda langur og vel settur við háan
herðakamb. Bógarnir vel skásettir, brjóstið hraustlegt, þó ekki
væri mikil gleidd á milli lappa. Bakið var með léttri sveigju aftan
við herðakamb. Hnútur hryggjaliðanna áberandi hvassar,
vöðvafylling baksins minni en ætla mætti af svo hraustum hesti
að vera. Alla tíð var hann holdskarpur, nánast þunnur á síðu,
mátti næstum telja í honum rifin. Síðurnar voru flatar við út-
skorinn kvið, neðst og nokkuð kviðmikill. Lendin áberandi
þróttmikil, breið með útstæðum hnútum Iöng og nokkuð brött
en dróst eilítið saman við setbein. Hann var lofthár, þ.e. hár
undir kvið. Fætur sterkir, réttir og ósnúnir hófar, liðamót sver en
leggir langir, hár til hnés. Fax, tagl og ennistoppur var vaxtar-
mikið og var það mikil prýði á þessum sveitarhöfðingja.
Ganglagni Sörla var þannig að segja má að hann hafi haft
allan gang. Uppaf fetinu fór hann á hopp eða það sem kallað er
valhopp, vaslaði á hálfgerðu hopptralli á milliferð. Samkvæmt
framanskráðu var þetta einmitt reiðlag séra Jóns og enginn
mótaði klárinn eins og hann. Þó nokkur vekurð var í Sörla og tók
hann oft góða spretti, samt sem áður taldist hann ekki at-
kvæðahestur á þeim gangi, en skeiðið var gott, mjúkt og fór vel
með mann. Brokk notaði hann alltaf undir sjálfum sér og á
vondum vegi en hann var hastur og frekar grófur á því. Það var
tvennt sem einkenndi hann, mikill og ódrepandi vilji og hann
var allra hesta fljótastur á stökki.
123