Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 126
Dagur að kvöldi
Um vorið 1932 ákveða þeir séra Jón og Hjálmar sonur hans að
skipta á búsetu. Séra Jón fluttist að Felli, en Hjálmar að Kolla-
fjarðarnesi. Þykir mér trúlegt að Kollafjarðarnes hafi verið of
umfangsmikil jörð þar af leiðandi erfið fyrir séra Jón sem var
farinn að eldast og lýjast á löngum búskap, ásamt prestsem-
bættinu, hvortveggja við frekar erfið skilyrði.
Eitthvað stóð ekki vel í bólið hjá þáverandi biskupi, hann
harðneitaði séra Jóni að búa á Felli, svo hann var þar ekki nema
eitt ár. Þetta eina ár, varð þeim prófasthjónunum og allri fjöl-
skyldunni býsna minnisstætt. Sá sem á langa ævi að baki getur
með góðri samvisku litið til baka yfir farinn veg og glaðst ef vel
hefur til tekist. Allir þeir sem að nokkru skara fram úr eiga skilið
lof og þökk, hvort það eru menn eða dýr.
Nú var ,,Sörli“ orðinn 26 vetra sem er mikill aldur á hesti ekki
síst hafi hann verið mikið brúkaður. Margur hesturinn var
felldur um tvítugt og þótt góð ending. En „Sörli“ var enginn
venjulegur hestur, á þessum aldri stóð hann óbilaður með öllu
utan þess að vera farinn að stirna til reiðar og þessi holdskarpi
hestur var í seinni tíð farinn að fitna. Fram að þessu hafði hann
borið sína bagga ekki síður en aðrir og sem heimilishestur stóð
hann öngvum að baki.
Það voru duttlungar örlaganna sem gerðu það að verkum að
ævi hans endaði ekki á þeim sama stað og hann hafði lengst
þjónað. I tuttugu ár var hann búinn að þjóna því heimili og
eðlilega fór hann með að Felli. Hann var orðinn fjölskylduvinur
sem hafði verið ómissandi alla búskapartíð séra Jóns. Hann
byrjaði sem reiðhestur og ferðahestur, jafnframt sem hann var
mikið lánaður í slæmar vetrarferðir í læknisvitjanir sem á
nútímamáli legðist út sem heilbrigðisþjónusta. Endaði svo sem
heimilishestur til hvers þess heimabrúks sem til þurfti.
Dag einn að áliðnum febrúar 1933, var veðri þann veg farið í
Kollafirði: Norðan gola, bakki til hafsins, snjór á jörð þó voru
auðir rindar á túnum. Frost var lítið, þokuslæðingur kembdi inn
124