Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 127
til fjalla, á Bitruháls og klakkurinn var með þokutraf ofan miðjar
hlíðar. Sörli var á húsi á Felli og með honum í húsinu var ungur
frændi hans Seifur að nafni. Að vanda voru þeir látnir út á túnið
stund að deginum. Það var alla tíð siður Sörla að fljúgast á við
hesta og brá ekki vana sínum í þetta sinn þótt gamall væri.
Tuskaðist hann við vin sinn milli þess sem hann greip niður í
túninu.
Þennan vetur var Brandur Jónsson heima á Felli og vann
foreldrum sínum. Flann var búinn að vera í skóla en las þennan
vetur heima. Það var eitt af verkum Brands að hirða um hestana.
Birtutími er stuttur á þessum tíma árs og þar af leiðandi voru
hestamir ekki lengi látnir vera úti. Áður en dimmdi setti
Brandur þá í hús. Sörli var hættur að vilja fljúgast á, var hálf
utan við sig eða niðurdreginn. Þegar í hús kom hnusaði hann af
heyinu tók tvær tuggur síðan ekki meir.
Það var ólíkt Sörla að hafa ekki matarlyst, hann hafði alla tíð
þurft mikið og gott fóður.
Brandur sá strax að eitthvað var að hestinum og fylgdist
gaumgæfilega með líðan hans. Flann stóð, át ekki, móður var
hann ekki og öngvan skjálfta að finna. Það eina sem honum
sýndist óeðlilegt var hvernig hann var með hausinn. Flann ská-
skaut honum fram, hallaði honum sitt á hvað milli þess sem
hann teygði hann niður. Það var ekki nokkur vafi, í höfðinu var
það og eftir því sem á leið versnaði honum meir og meir. Um
dýralækni var ekki að ræða í þá daga aðeins brjóstvit manna gat
sagt um, hvað hægt væri að gera, en hér virtist ekkert úrræði,
komið var að lokadægri og mannlegur máttur gat hér öngvu um
breytt.
Brandur sá að Sörla hrakaði eftir því sem á leið, sitt helstríð
háði hann með sama skörungsskapnum og hafði einkennt hann
alla tíð þar var staðið til hinstu stundar. Brandur dvaldi mest í
hesthúsinu þessa nótt og heimilisfólkið tók þátt í þessu kapp-
hlaupi við dauðann. Klukkan fimm um nóttina lokaði Sörli
augum í hinsta sinn. Hetjan frá Kollafjarðarnesi var fallin.
125