Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 132
auðsótt, ekki hvað síst eftir að þeir hættu að heyja fram á dal, en
það lagðist af um miðjan þriðja áratuginn, enda um tveggja til
þriggja tíma lestarferð úr þeim slægjum niður að Bæ.
Frá Jónsseli voru oftast fengnar slægjur í Illaflóa eða á
Klaufdalnum. Þegar þar var slegið var oftast þurrkað á staðnum,
og heyið síðan flutt heim á sleðum að vetrinum. Eftir 1930 var
hætt að fá lánaðar slægjur fram á dal, enda var þá búið að
stækka túnið í Jónsseli nokkuð. Um það leyti var sett upp girðing
í kring um svo kallaða Svarðarlág, og var lambfé haft þar um
sauðburðinn. Var þar stundum borinn á tilbúinn áburður, og
hey þaðan varð talsvert og mjög gott. Þau voru hlunnindi í
Jónsseli að mótekja var þar með eindæmum góð, í Svarðarlág-
inni. Mógrafirnar þar urðu mjög djúpar, og vatni sem í þær
safnaðist var veitt út í Svarðarlágarlækinn. Kom það fyrir að
mógrafimar yrðu yfir tuttugu skóflustungur á dýpt, eða sjö
metrar. Áður en niður að mónum kom voru þrjár skófluslngur r
af jarðvegi, sem kallaður var „rof“. Síðan átta til níu skóflu-
stungur af sæmilegum mó, þá kom grænleitt leirlag allt að fet á
þykkt, síðan mjög þéttur mór, oft blandaður kvistum 8—10
skóflustungur. Þegar mór þessi þornaði, varð hann harður sem
kol, og mjög dökkur. Nokkrum sinnum var hann fenginn til
Borðeyrar, og var mjög vel látið af honum sem eldsneyti.
Að norðan voru landamerki Jónssels og Ljótunnarstaða um
læk, sem kom úr Sviðuvatni, og rann neðst í gegn um Svartagil
og í Bakká. Landamerki Jónssels og Bæjar, skráði Jóhann
Matthíasson í Jónsseli 1962, og eru þau á þennan veg:
Úr vesturenda Sviðuvatns í Hádegishnjúka, þaðan beint fram
holtið og í Illaflóaveg gamla, sem síðan skilur á milli alla leið
vestur á Stórholt. Eftir það fylgja mörkin Stórholtslæk uns vest-
ari Hlíðarselslækurinn fellur í hann. Frá þeim lækjamótum
fylgja mörkin vestari Hlíðarselslæknum að upptökum hans.
Þaðan ræður bein stefna í stóran stein í mýri suðvestur af
Sveinskletti. Frá steini þessum ræður síðan bein lína í urðina í
Illukeldusundinu við austurenda Papafells. Síðan ræður bein
lína úr urðinni í gamalt heytóftarbrot suðaustan í brekku í
Papafellinu, og þaðan styðstu leið vestur í Bakkaá.
130