Strandapósturinn - 01.06.1982, Qupperneq 133
Bakkaá, sem rann eftir dalnum skildi síðan að lönd Bakkasels
og Jónssels. Eftir bökkum Bakkaár, meðfram Jónsselslandi, frá
Svartagilslæknum suður að landamærum Jónssels og Bæjar,
mun hafa verið um klukkutíma gangur, og af Hádegishnjúk-
unum og niður að Bakkaá, en þar var jarðareign breiðust, ekki
nema rúmir tveir km. Af þessu sést að ekki var landrými mikið.
Jónsselsbærinn stóð lágt, á sléttlendi neðan við hóla og holt
vestur af Sviðunni. Híbýlum var þannig háttað er við komum
þangað 1918: Einlyft skarsúðarbaðstofa sex sinnum níu álnir
með timburgólfi. Við norðurenda hennar eldhús með moldar-
gólfi, og þar fyrir norðan fjós og heytóft. Samhliða baðstofunni
var skemma, máski aðeins minni. Norðan við skemmuna voru
bæjargöngin inn í eldhúsið og baðstofuna. Auk útihurðarinnar
var önnur í miðjum göngunum, og enn ein að eldhúsinu.
Bæjardymar sneru móti vestri. Fyrst þegar inn var komið voru
dyr til vinstri, sem lágu að frameldhúsi, en það var hlóðaeldhús.
Þar var slátur soðið á haustin, þvottur þveginn og kjötið reykt.
Úr þessu frameldhúsi var innangengt í fjósið. Þegar í innri
bæjargöngin kom, voru einnig dyr til vinstri, þar var búrið, og í
því geymt slátur og mjólkurafurðir.
Útihús voru þau, að neðst í norðanverðu túninu stóð hesthús
og lítið fjárhús ásamt hrörlegri hlöðu. Annað fjárhús fyrir um
fjörutíu kindur og lítilfjörleg hlaða, voru á hól ofan við hin húsin.
Fljótlega var bætt við fjárhúsi, og hesthúsið flutt á holt norðan
við túnið, var túngirðingin þá flutt norðurfyrir hesthúsið, og
holtið ræktað upp.
Þegar við komum í Jónssel, voru fimm rúmstæði í baðstof-
unni, en við vorum sjö er þangað komum. Fjagra rúðu gluggi var
í suðurstafni og smágluggi á austurhlið. I norðurenda baðstof-
unnar var kamina með tveimur hólfum, sem eldað var á. Fljót-
lega var fengin góð eldavél og sett í baðstofuna, en kamínan flutt
í eldhúsið. Síðar var svo fenginn ofn í baðstofuna, eldavélin flutt
í eldhúsið, og þá var kamínunni hent. Undir stafnglugganum
var borð og tveir stólar. Ingibjörg kom með Borgundarhólms-
klukku, sem smiðuð var 1877 á fæðingarári Matthiasar. Ingi-
björg átti líka einu kommóðuna, sem til var á heimilinu. Annars
131
L