Strandapósturinn - 01.06.1982, Side 135
rann í gegn um, þar var ullin þvegin á vorin. Stundum voru
snjóalög þannig, að þegar leysa tók á vorin, myndaðist lón í
hvamminum, fyrir ofan mikinn snjóskafl, og þegar það braust
fram, bar það oft með sér aur og smágrjót á túnið og spillti því.
Einu sinni man ég eftir, að lækurinn braust í gegn um fjósdyrnar,
gegn um það og fram eldhúsið og út um bæjardyrnar. Norðan
við hvamminn, innan túngirðingar var hóll, sem kallaður var
Álfhóll, norðan í honum og vestanvert í slakkanum var mat-
jurtagarður, voru þar ræktaðar gulrófur frá því ég man eftir mér,
og síðar kartöflur. Við hjónin héldum nú upp þennan hól, og
síðan upp á klett, sem hét Vígþórsstapi, venjulega kallaður
Stapinn. Þaðan sást um allan dalinn, og niður á lítinn bláan
blett af Hrútafirðinum. Síðan gengum við suður á Lágholtið, og
niður með Svarðarláginni, efst í henni hafði einu sinni verið
nátthagi. Við gengum yfir móholtið og niður að stekknum. Ég
mundi að þar höfðu vaxið lítil en falleg blá blóm á nokkrum
þúfum, þegar ég var barn. Ég fann fljótt þúfurnar, og víst uxu
þau þar enn blessuð bláu blómin, „Gleym mér ei“.
133