Strandapósturinn - 01.06.1982, Side 137
II.
Árin 1927 til 1932 átti ég heima á Melum í Ámeshreppi hjá
foreldrum minum. Það mun hafa verið veturinn 1929 (ég var þá
15 ára) að Samúel Samúelsson í Bæ (f. 1907 d. 1942) kom sem gestur
til foreldra minna og stóð við lengi kvölds. Hann sagði þeim frá
því að nýlega hefði hann lesið bók, sem mikil áhrif hefði haft á
lífsskoðun sína. Þetta væri bók um stjörnufræði. Sagðist hann nú
skilja, að alheimurinn væri óendanlegur, og að í honum væru
stjörnur dreifðar um allt, með miklu millibili. „Og hvar er þá
guð“ sagði hann. Hann sagðist velta þeirri spurningu mikið fyrir
sér, en ekki komast að niðurstöðu. Hvar gæti guð verið í enda-
lausum geimi?
Frásögn Samúels um þessa bók vakti mikla athygli mína. Og
næst er ég fór fram í Ámes, fékk ég þessa bók lánaða í lestrarfé-
laginu. Þetta var „Himingeimurinn“ eftir Ágúst H. Bjarnason,
útgefin 1926. Byrjaði ég strax að lesa hana, og fannst mér sann-
arlega upp ljúkast fyrir mér nýir og stórkostlegir heimar. Okkar
eigin jörð varð mér nú eins og lítið sandkorn í þessum mikla
stjömuskara himnanna. Og mér fannst ég missa mína fyrri
öryggiskennd við að hugleiða hinar miklu víðáttur geimsins og
smæð jarðarinnar. Fróðlegt fannst mér einnig að lesa þarna
æviágrip nokkurra af frumkvöðlum stjörnufræðinnar, og um
þær fómir, og ofsóknir og þjáningar, sem sumir þeirra höfðu
orðið að þola, vegna uppgötvana sinna á þessu sviði. Einkum
snart mig djúpt meðferð sú, sem Brúnó varð að þola vegna
nýstárlegra og brautryðjandi kenninga sinna.
„Himingeimurinn“ opnaði mér sannarlegá nýtt útsýni yfir
heiminn. Hann varð nú allur stórfenglegri í huga mínum en
áður hafði verið. Síðan hefur bók þessi verið einn af merkis-
steinunum í lífi mínu og hugsun, því hún víkkaði sjónhring
minn, og kom mér til að hugsa um tilveruna á annan hátt en
áður.
Margt hefur verið uppgötvað í stjörnufræði, síðan bók þessi
kom út, en undirstöðusannindi hennar standa enn óhögguð.
135