Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 138

Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 138
III. Svo er það um ári síðar, að annar stórviðburður gerist í lífi mínu. Ég var þá 16 ára. Þá kom til okkar annar góður gestur, og var um nótt á Melum hjá foreldrum mínum. Það var Gísli Guðmundsson á Gjögri (f. 1876). Oft var það, er góðir gestir gistu hjá foreldrum mínum, að talað var við þá fram á nótt, um allt milli himins og jarðar, og því lengur, sem umræðuefnin voru áhugaverðari. Þessa nótt, er Gísli gisti hjá okkur, voru umræðuefnin sérstæðari en venjulega, enda gesturinn fróður og víðlesinn. Sagði hann foreldrum mínum frá bók, er hann hefði nýlega lesið, og þætti sér efni hennar merki- legra en nokkuð annað, sem hann hefði komist í kynni við. Var þetta bókin Nýall, eftir dr. Helga Pjéturs, og hafði hann fengið hana að láni í lestrarfélaginu ekki alls fyrir löngu. Skýrði hann foreldrum mínum frá efni hennar, sem hann virtist hafa kynht sér vel. Þau hlustuðu og spurðu enda bæði fróðleiksfús, en hann skýrði með miklum áhuga frá kenningum Nýals. Ég hlustaði með ákefð eftir hverju orði sem talað var, en lagði ekki til mál- anna, enda ekki venja á þeim árum að börn og unglingar blönduðu sér í tal fullorðinna. Nokkru síðar fékk ég svo Nýal að láni í Lestrarfélaginu. Og dæmalaust naut ég þess að lesa þessa bók. Og svo sem mér hafði áður fundist upp ljúkast fyrir mér geimdjúpin með lestri „Himingeimsins“, laukst nú upp fyrir mér í margfalt ríkara mæli skilningur á lífinu í þessum stórkostlega heimi. IV. Með lestri Nýals fannst mér ég nú geta litið yfir tilveruna og lífið í alheimi frá þeim sjónarhóli, sem Helga hafði tekist að horfa út frá, sjónarhóli, sem engum á undan honum, hafði tekist að komast á. Mér fannst ég skilja hlutdeild mína og allra jarðarbúa í lífi og tilgangi alheimsins. Ég skildi að kenningar Nýals voru hátt hafnar yfir allar fyrri heimspeki- og trúarskoðanir, án þess þó að raska þeim grunni sem þær skoðanir stóðu á eða voru hin upprunalega orsök þeirra. Ekki til að rífa þau niður eða undir- 136
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.