Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 138
III.
Svo er það um ári síðar, að annar stórviðburður gerist í lífi
mínu. Ég var þá 16 ára. Þá kom til okkar annar góður gestur, og
var um nótt á Melum hjá foreldrum mínum. Það var Gísli
Guðmundsson á Gjögri (f. 1876).
Oft var það, er góðir gestir gistu hjá foreldrum mínum, að
talað var við þá fram á nótt, um allt milli himins og jarðar, og því
lengur, sem umræðuefnin voru áhugaverðari. Þessa nótt, er Gísli
gisti hjá okkur, voru umræðuefnin sérstæðari en venjulega, enda
gesturinn fróður og víðlesinn. Sagði hann foreldrum mínum frá
bók, er hann hefði nýlega lesið, og þætti sér efni hennar merki-
legra en nokkuð annað, sem hann hefði komist í kynni við. Var
þetta bókin Nýall, eftir dr. Helga Pjéturs, og hafði hann fengið
hana að láni í lestrarfélaginu ekki alls fyrir löngu. Skýrði hann
foreldrum mínum frá efni hennar, sem hann virtist hafa kynht
sér vel. Þau hlustuðu og spurðu enda bæði fróðleiksfús, en hann
skýrði með miklum áhuga frá kenningum Nýals. Ég hlustaði
með ákefð eftir hverju orði sem talað var, en lagði ekki til mál-
anna, enda ekki venja á þeim árum að börn og unglingar
blönduðu sér í tal fullorðinna.
Nokkru síðar fékk ég svo Nýal að láni í Lestrarfélaginu. Og
dæmalaust naut ég þess að lesa þessa bók. Og svo sem mér hafði
áður fundist upp ljúkast fyrir mér geimdjúpin með lestri
„Himingeimsins“, laukst nú upp fyrir mér í margfalt ríkara mæli
skilningur á lífinu í þessum stórkostlega heimi.
IV.
Með lestri Nýals fannst mér ég nú geta litið yfir tilveruna og
lífið í alheimi frá þeim sjónarhóli, sem Helga hafði tekist að horfa
út frá, sjónarhóli, sem engum á undan honum, hafði tekist að
komast á. Mér fannst ég skilja hlutdeild mína og allra jarðarbúa
í lífi og tilgangi alheimsins. Ég skildi að kenningar Nýals voru
hátt hafnar yfir allar fyrri heimspeki- og trúarskoðanir, án þess
þó að raska þeim grunni sem þær skoðanir stóðu á eða voru hin
upprunalega orsök þeirra. Ekki til að rífa þau niður eða undir-
136