Strandapósturinn - 01.06.1982, Síða 139
stöður þeirra, heldur til að hefja þau á hærra stig, á stig skilnings
og vits, langt umfram það, sem áður hafði verið.
Eg fann að þessi nýi skilningur á heimi og lífi, var svo mikil-
vægur, að hér gat verið um lífið að tefla fyrir framtíð jarðarbúa,
að takast mætti að breyta um stefnu.
Kenningar Nýals urðu mér raunveruleiki. Ég skildi að nú
þyrfti að hefjast handa, og afla hinum nýju uppgötvunum fylgis,
ef rétt væri á málum haldið.
En það var ekki fyrr en mjög löngu síðar, við stofnun Félags
Nýalsinna í Reykjavík árið 1950, að ég eignaðist sálufélaga á
þessu sviði, og átti þess kost að ræða við menn, sem voru sama
sinnis, og höfðu kynnt sér kenningar Helga Pjeturs af gaum-
gæfni. Má segja, að þá hafi nýr þáttur hafist í lífi mínu; þátt-
takan í sameiginlegri baráttu margra fyrir framgangi þessa
málefnis. Og þótt lítt hafi enn miðað í áttina, álít ég þó, að með
stofnun samtaka þessara hafi spor verið stigið í rétta átt. Eftir er
svo að sjá hver endanleg úrslit verða, og hvort má sín meira,
sundrungaröfl heimsins, eða hinn íslenski og jafnframt alheims-
legi sambandsskilningur, sem Helgi Pjeturs varð fyrstur jarðar-
búa til að bera fram.
137