Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 142
fjalla í vestri og suðvestri. Víðlendastur þeirra er Miðdalur, með
5—6 byggðum býlum bæði að fornu og nýju. Dalurinn er lágur
frá sjó og breiður neðan til, en dýpkar mjög og þrengist er innar
dregur. Eftir dalnum rennur Miðdalsá. Góðan spöl fyrir utan
árósinn er bærinn Kirkjuból, forn þingstaður þar sem Margrét
Þórðardóttir (Galdra-Manga) seinni kona Tómasar prests á
Snæfjöllum, kom fram synjunareiði vegna galdraáburðar, eftir
ítrekaðar tilraunir sumarið 1662. I dalmynninu vestan Mið-
dalsár eru Heiðarbæjarmelar, sem enda nokkuð bratt við svo-
nefnda Húsavíkurkleif.
Kleifin er merkur staður í jarðsögulegu tilliti vegna steingerf-
inga, sem þar hafa fundizt. A ýmsum öðrum stöðum umhverfis
fjörðinn koma einnig í ljós steingerðar jurtaleifar er bera því
vitni, að á fyrri öldum jarðsögunnar hafi ríkt þar svipað loftslag
og nú á sér stað suður við Miðjarðarhaf. Fyrir innan Húsavík-
urkleif er allmikið láglendi, með mýrasundum og melholtum inn
til fjalla. Þar skiptist láglendi þetta í tvo dali, sem ganga langt
suðvestur í fjöllin. Nefnist eystri dalurinn Tungudalur, kenndur
við staðinn í Tröllatungu, en Arnkötludalur hinn vestri. Fjall-
lendið á milli þessara tveggja dala nefnist einu nafni Trölla-
tunguheiði, um hana liggur nú akfær vegur suður í Geiradal við
Gilsfjörð. Eftir fyrmefndum dölum renna þeim samnefndar ár,
er koma saman í eitt alllangt neðan dalamynnanna og heitir
vatnsfallið eftir það Hrófá, einu nafni alla leið til sjávar, er gæti
bent til uppsáturs hafskipa við árósinn á landnáms- eða söguöld.
Á nyrðri brún Tröllatunguheiðar er svonefndur Múli. Þaðan
gengur lágur háls með hallandi berghjöllum niður tunguna á
milli ánna, sem fyrr var getið. I mynnum áðurnefndra dala eru
smáfell mörg, melholt og ásar með mýrasundum hér og hvar,
sem allt til samans þvergirðir svo að segja mynni Tungudals.
Eigi allskammt fyrir neðan holta- og fellaþyrpinguna stendur
landnámsbærinn Tröllatunga á öldóttu láglendi við vestur-
bakka Tunguár, um það bil 5—6 km frá sjó. Þar sem áin rennur
í gegnum fellin suðaustan við túnjaðarinn er að henni gljúfur
mikið og hrikalegt. Er það tilgáta mín að staðurinn í Trölla-
tungu dragi nafn sitt af nefndu gljúfri og tröllsleik þess, eins og
140