Strandapósturinn - 01.06.1982, Qupperneq 145
Fyrsti Tröllatunguprestur sem þekktur er að nafni til mun
vera séra Oddur Sveinsson, sem hélt staðinn árið 1486. Að lík-
indum hefur hann þá verið orðinn aldurhniginn og ef til vill
andast um það leyti, en 30 árum fyrr er hann prestur í Skarðs-
þingum. Hinn 7. ágúst árið 1456 á höfuðbólinu Skarði á
Skarðsströnd er hann ásamt þremur leikmönnum vottur að því,
að Bjöm ríki Þorleifsson handleggur Jóni Þorlákssyni til fullrar
eignar jörðina Vogatungu í Leirárkirkjusókn, og kvittar Jón um
andvirði jarðarinnar. Hvorki meira né merkilegra kann ég frá
séra Oddi þessum að segja. (Isl. fornbrs. V. bls. 145).
Um það bil hálfri öld síðar verður fyrir manni, í röð Trölla-
tungupresta, nafn séra Klemensar Ásmundssonar, sem þjónaði
brauðinu í tæp 40 ár en lét af prestskap árið 1575. Hann átti tvo
syni svo getið sé, Bjama og Þorleif og bjó hinn síðarnefndi í
Húsavík í Steingrímsfirði.
Sigríður hét dóttir Þorleifs, á síðasta ári aldarinnar haustið
1600 giftist hún Jóni Guðmundssyni frá Ófeigsfirði á Ströndum,
sem kallaður hefur verið lærði. Vorið eftir 1601 settu þau bú
saman í Stóra-Fjarðarhomi í Kollafirði og munu hafa búið þar í
nokkur ár og í Ólafseyjum undan Skarðsströnd, en síðast í fæð-
ingarsveit Jóns að Stóru-Ávík í Ámeshreppi. Þau hjón búa í Ávík
hið örlagaríka ár 1615, þegar spönsku hvalveiðamennirnir voru
drepnir vestra, í Æðey og á Sandeyri í ísafjarðardjúpi, fyrir
atbeina Ara sýslumanns í Ögri. Jón hafði eitthvað kynnzt þess-
um veiðimönnum, bæði áður og eftir að þeir urðu í sárum
nauðum staddir, eftir skipbrot og birgðamissi í ofviðri og ísreki á
Reykjarfirði hinum syðra á Ströndum. Jón lærði var maður
fjölfróður, sem trúlega hefur borið viðurnefni sitt með heiðri,
þótt óskólagenginn væri með öllu. Er margvíslegur fróðleikur frá
honum kominn, bæði um náttúru landsins og íslenzka sagn- og
ættfræði.
Hann var að vísu barn síns tíma og hjátrúarfullur mjög, fór
með svonefndan hvítagaldur og önnur hindurvitni, en jafnframt
skáldmæltur, listhneigður og listfengur i bezta lagi. Ekki er alveg
ljóst hver samskipti Jóns við spönsku hvalveiðimennina hafa
verið eða í hve miklum mæli, en augljóst að þau sem voru hafa
143
L