Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 146
verið góð og hann liðsinnt þeim eitthvað. Þegar hann síðan fær
ítarlegar sagnir sjónarvotta af aðförunum við fsafjarðardjúp
skrifar hann ritgerðina: „Sönn frásaga af spánskra manna skip-
brotum og slagi.“ Þar er meðal annars lýst ófagurri og lítt
drengilegri framgöngu liðsmanna sýslumanns, og honum sjálf-
um jafnvel sem griðníðingi. Sjálfsagt hefur meginefni ritgerðar-
innar fljótlega borizt út á meðal manna vestra, og líklega víðar
um landið, enda reiddist Ari sýslumaður höfundinum ákaflega,
líkt og sök biti sekan. Ari Magnússon sýslumaður í Ögri var
manna héraðsríkastur og allt að því einvaldur á Vestfjörðum.
Gerðist hann þá Ávíkurbónda svo óvinveittur og þungur í
skauti, að Jón hrökklaðist frá búi og börnum á Ströndum um
hávetur, og leit ekki sína ættarslóð til búsetu eftir það í 42 ár, sem
hann átti enn ólifuð. Annars er það fyrir utan aðalefni þessa
máls, að fara fleiri orðum um Jón Guðmundsson lærða, þó að
þess megi geta að lokum, að nokkrir ágætir fræði- og vísinda-
menn, eins og til dæmis dr. Halldór Hermannsson, dr. Þorvaldur
Thoroddsen og dr. Páll Eggert Ólason, hafa í ritum sínum
minnzt þessa fjölfróða og sjálfmenntaða 17. aldar Strandamanns
lofsamlega. Hygg ég að umsögn dr. Páls Eggerts, í fimmta bindi
af íslendingasögu Menningarsjóðs, sé einna ítarlegust.
Á síðasta áratug 16. aldar var sá prestur í Tröllatungu er
Oddur hét, Þorsteinsson. Þorsteinn faðir hans lögréttumaður á
Grund í Eyjafirði, Guðmundsson, var þriðji og síðasti eigin-
maður kvenskörungsins Þórunnar Jónsdóttur biskups Arasonar.
Guðmundur faðir Þorsteins var sonur stórbóndans Andrésar á
Felli í Kollafirði, en Andrés launsonur Guðmundar ríka Ara-
sonar á Reykhólum. Er þetta grein af höfðingjakyni miðalda að
ætt og auði, sem frá er sagt allítarlega í hinni gagnmerku Vest-
firðingasögu Arnórs rithöfundar Sigurjónssonar, en hún kom út
hjá bókaútgáfunni Leiftri árið 1975. Þorsteinn Guðmundsson
var sagður heimsmaður mikill og svo mikið er víst, að hann átti
börn með ýmsum konum, sum í frillulífi og sifjaspellum, en ekki
áttu þau Þórunn barn saman svo að vitað sé. Á séra Oddi hvíldi
galdraorð og hafa gengið þjóðsögur af hólgöngum hans og fjöl-
kyngi. Hann var tvígiftur og átti að minnsta kosti sex börn með
144