Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 147
konum sínum, þar að auki einhver utan hjónabands. Hefur hann
líkzt föður sínum í því að vera kvenhollur í betra lagi. Enda fer
merkur sagnfræðingur svolátandi orðum um þá feðga: „Er það
sönnu næst, að kvensemi Þorsteins og niðja hans hafi verið
sjúkdómur (erotomani), með þeim fádæmum lýsti hún sér.“
(P.E.Ó. MM.I.bls. 116).
I byrjun 17. aldar er Ami nokkur Jónsson prestur og staðar-
haldari í Tröllatungu. Frá honum er það fyrst að segja, að hann
var föðurbróðir Jóns þess Finnssonar í Flatey á Breiðafirði, sem
eftir messu í Flateyjarkirkju á 15. sunnudegi eftir trínitatis árið
1647 gaf Brynjólfi biskupi Sveinssyni hina dýrmætu og marg-
frægu Flateyjarbók, sem skráð er á 113 kálfskinn. Allir voru
þessir frændur í Flatey menn auðugir og ættstórir, afkomendur
Þorleifs Arnasonar frá Auðbrekku og Vatnsfjarðár-Kristínar, en
sonur þeirra var sem alkunnugt er Björn hirðstjóri ríki, sem
enskir kaupmenn vógu á Rifi vestur sumarið 1467.
Ámi Jónsson Tröllatunguprestur var fjórði maður í beinan
karllegg frá Bimi ríka, en Jón Finnsson bróðursonur séra Árna,
sá er gaf biskupi skinnbókina góðu, fimmti maður frá Birni
hirðstjóra, Þorleifssyni. Kona séra Árna var Þórunn Þorleifs-
dóttir, frá Múla á Skálmamesi. Tveir synir þeirra létust af slys-
förum, uppkomnir en ókvæntir og barnlausir. Fimm önnur börn
þeirra eignuðust afkomendur og er geysifjölmenn ætt frá sumum
þeirra komin.
Um aldamótin 1600 er séra Árni prestur í Flatey, en hélt síðan
Tröllatungu í sextán ár. Sleppti því prestakalli að þeim tíma
liðnum og gerðist þá aftur prestur í Flatey, unz hann lét af
prestskap árið 1645 og bjó eftir það á eignarjörð sinni Hvallátr-
um á Breiðafirði til æviloka. Hann var talinn lærður allvel, en
fjölkunnugur og hafa myndazt um hann þjóðsögur af því tilefni.
Meðal annars er hann sagður hafa talað hrafnamál, og hafi
hrafnar sagt honum mörg minnisverð tíðindi líkt og Huginn og
Muninn Óðni.
Fáir menn á seinni öldum hér á landi munu hafa orðið jafn
kynsælir og séra Einar skáld Sigurðsson í Heydölum. Hann var
prestssonur frá Grímsey og fæddist skömmu fyrir miðja 16. öld.
10
145