Strandapósturinn - 01.06.1982, Síða 149
Mælt er, að svo mikill kynstofn sé frá séra Einari kominn, að
allir núlifandi Islendingar, sem á annað borð verða til ættar
færðir eigi til hans kyn sitt að rekja ef vel er að gáð.
Sextán árum eftir séra Árna Flateyjarprest sat Tröllatungu-
stað séra Ásgeir Einarsson, sonar-sonar-sonur séra Einars í Hey-
dölum. Hann vígðist aðstoðarprestur föður síns að stað í Stein-
grímsfirði, en skyldi jafnframt þjóna Tröllatunguprestakalli.
Faðir hans séra Einar á stað, var sonur Sigurðar prests á Breiða-
bólstað í Fljótshlíð, sem var albróðir Odds biskups. Löngum var
að því fundið við Odd biskup, og sennilega ekki ávallt að ósekju,
að hann hlynnti um skör fram að bræðrum sínum og frændum í
veitingu tekjuhæstu brauðanna, þó að aðrir jafnbornir stæðu
nær. Má í því sambandi nefna tvo bræður hans, séra Gísla í
Vatnsfirði og séra Sigurð á Breiðabólstað í Fljótshlíð, en bæði
þau prestaköll voru meðal hinna tekjuhæstu á landinu. Segja
má, að ættrækni Odds biskups, þótt úlfúð ylli á hans dögum,
hafi haft sínar björtu hliðar í því efni, að dreifa kynsmönnum
séra Einars föður hans um land allt, en þeir voru yfirleitt miklir
greindar- og nytjamenn, og urðu með afbrigðum kynsælir.
Norður á Strandir bárust Heydalamenn með séra Einari Sig-
urðssyni frá Breiðabólstað í Fljótshlíð, sem fékk veitingu fyrir
Stað í Steingrímsfirði árið 1616 og hélt það brauð í 54 ár. Þrír
synir hans urðu prestar í Strandasýslu. Séra Teitur Einarsson,
sem hélt Bitruþing í 48 ár (1647—1695) og sat á Prestsbakka í
Hrútafirði, séra Magnús Einarsson, sem hélt Stað í Steingríms-
firði eftir föður sinn i 25 ár (1682—1707). Áður hafði hann verið
aðstoðarprestur föður síns, þjónað annexíunni á Kaldrananesi
og búið þar. Þriðji sonurinn var svo séra Ásgeir Einarsson sem
hélt Tröllatungu í 67 ár (1633—1700), og séra Snorri sonur hans
eftir hann í 17 ár (1700—1717). Enn má og þess geta, að Halldór
sonur séra Magnúsar á Stað var prestur í Ámesi í Trékyllisvík á
Ströndum í 25 ár (1707—1732), og hans sonur séra Magnús
Halldórsson í 14 ár (1732—1746).
Allir áttu þessir prestar mörg börn, og mun allmikill hluti
afkomenda þeirra hafa orðið ílendur í Strandasýslu. Að líkind-
um munu margir innbomir Strandamenn geta fundið karl eða
147