Strandapósturinn - 01.06.1982, Side 150
konu af Heydalakyni, meðal formæðra sinna og langfeðga, þótt
trúlega sé skáldgáfa séra Einars í Heydölum ekki lengur um-
talsverð, meðal núlifandi afkomenda hans á Ströndum. Ein af
merkari ættum Strandamanna, sem frá Heydölum er runnin, er
svonefnd Kollafjarðarnesætt. Ættfaðir hennar er venjulega tal-
inn Einar Jónsson dannebrogsmaður (1754—1845) á Kolla-
fjarðamesi, sem var fjórði maður í beinan karllegg frá séra
Snorra Asgeirssyni í Tröllatungu, en hann var eins og fyrr er sagt
sonarsonur Einars prests á Stað í Steingrímsfirði, er bar nafn afa
síns Einars skáld-prests í Heydölum. Um Einar Jónsson danne-
brogsmann hafa ýmsar sagnir verið skráðar og birtst á prenti,
bæði í tímaritinu Blöndu III. árgangi, og í bókinni „Gamlar
glæður“ eftir frú Guðbjörgu Jónsdóttur frá Broddanesi. Einar
var tvígiftur og átti með fyrri konu sinni eitt barn, sem ekki
komst á legg, en með seinni konunni, Þórdísi Guðmundsdóttur
frá Seljum í Helgafellssveit, átti hann sex börn er til aldurs
komust, fimm syni og eina dóttur. Tveir sona hans voru hinir
þjóðkunnu bræður alþingismennirnir, Ásgeir Einarsson á
Kollafjarðarnesi og síðar á Þingeyrum, og Torfi Einarsson á
Kleifum á Selströnd norðan Steingrímsfjarðar. Þriðji sonurinn
var merkisbóndinn Magnús Einarsson á Hvilft í Önundarfirði,
mikill áhugamaður um þjóðmál og heitur stuðningsmaður Jóns
forseta Sigurðssonar, en sat aldrei á Alþingi eins og bræður hans.
Afkomendur Einars Jónssonar dannebrogsmanns á Kollafjarð-
arnesi voru allfjölmennir um skeið í Strandahéraði, en hafa
dreifzt víða á síðast liðnum hundrað árum, þó mun einhverja
þeirra enn þar að finna.
II.
Önnur merk ætt, sem frá Tröllatunguprestum er runnin, er
svonefnd Tröllatunguætt. Hún hefur til skamms tíma verið
langsamlega fjölmennasta ættin í Strandasýslu og er það senni-
lega enn þá, þar eð tiltölulega margt af fólki hennar hefur haldið
tryggð við hérað sitt og átthaga. Séra Tryggvi Þórhallsson al-
þingismaður og forsætisráðherra, sem mun manna fyrstur hafa
rannsakað ættir Strandamanna sérstaklega, og vann að miklu
148