Strandapósturinn - 01.06.1982, Síða 152
Ólöf og var Jónsdóttir lögréttumanns yngra á Sveinseyri,
Magnússonar sýslumanns og annálshöfundar á Eyri í Seyðisfirði
vestra. Þau hjón, Bjöm og Ólöf, voru náskyld eða systkinabörn,
þar eð Ingibjörg móðir Björns Brútusar var dóttir Magnúsar
sýslumanns og því systir Jóns lögréttumanns á Sveinseyri. Ólöf
var ljósmóðir, og tók á móti Hjálmari við fæðingu hans. Hún var
sögð skapstór og skörungur mikill í allri gerð. Með því að
drengurinn var barn örsnauðra foreldra, þá tók hún hann að sér,
líklega nýfæddan, og ól upp sem sinn eigin son. Sjálf gekk hún í
því, að útvega fóstursyninum skólavist í Skálholti árið 1761, og
styrkti hann fjárhagslega til námsins unz lokið var. Varð
Hjálmar svo stúdent þremur árum siðar, með ágætum vitnis-
burði.
Um Bjöm Brútus er og frá því að segja, að á námsárum hans í
Skálholtsskóla varð hann fyrir mjög ruddalegri líkamsárás, sem
bæði getur hafa dregið úr námsáhuga og ef til vill einnig náms-
hæfni, en þó einkum lengt skólavist hans að verulegum mun
umfram það, sem ella hefði þurft að vera. Þessa áfalls getur séra
Eyjólfur lærði á Völlum í Svarfaðardal í annál sínum, Valla-
annál, við árið 1707 með svofelldri klausu: „Eftir jól stunginn í
fótinn Bjöm Halldórsson prests í Selárdal, í Skálholti af einum
skólabróður sínum að vestan og skorið út úr, svo að sinarnar
héngu utanborðs. Lá Bjöm mjög lengi.“
Séra Halldór faðir Björns Brútusar, var sonur hins mikla lær-
dóms- og mælskumanns séra Páls Björnssonar í Selárdal við
Amarfjörð, en mun hafa verið töluvert ólíkur sínum föður í
mörgu. Séra Halldór var drykkfelldur, óeirinn og þrasgjarn, átti
í deilum og sífelldum erjum við menn, þar á meðal sjálfan
biskupinn frænda sinn, meistara Jón Vídalín, sem lét dæma séra
Halldór frá prófastsembætti eftir tæpa þriggja ára setu í því
starfi, enda hafði biskup lagt á móti því í upphafi, að hann yrði
kjörinn prófastur.
Engin vitneskja er nú tiltæk um aðdraganda eða ástæðu fyrir
áðumefndum áverka Bjöms Brútusar. Ef til vill hefur hann á
yngri árum sínum í Skálholtsskóla líkzt meira föður sínum um
óeirni, þras og deilugirni en minna afa sínum, lærdóms- og
150