Strandapósturinn - 01.06.1982, Síða 153
athafnamanninum séra Páli Bjömssyni í Selárdal, sem þrátt
fyrir ágæta greind og feiknamikinn lærdóm var skilgetið bam
aldar sinnar í trú á galdra og mátt kölska, eins og frægt hefur
orðið í sögn og sögu.
Eins og fyrr segir, komu fósturforeldrar Hjálmars Þorsteins-
sonar honum til náms í Skálholti, og varð hann stúdent þaðan
vorið 1764, með ágætum vitnisburði. Eftir það gekk Hjálmar í
þjónustu Eggerts lögmanns Ólafssonar, og var ritari hjá þeim
báðum, séra Birni Halldórssyni í Sauðlauksdal og Eggerti. Nam
hann af lögmanni danska tungu og er þess einkum getið, að hann
hafi unnað Eggerti alla ævi siðan. Eftir þriggja ára vist hjá þeim
mágum í Sauðlauksdal sumarið 1767, vígðist Hjálmar aðstoð-
arprestur séra Jóns Ólafssonar á Stað á Reykjanesi, og kvæntist
árið eftir Margréti dóttur hans. Var það áform þeirra tengda-
feðga, að séra Hjálmar fengi Staðarprestakall eftir tengdaföður
sinn.
En þá kom babb í bátinn, fyrsta barn (Björn) ungu hjónanna
fæddist nokkru fyrr, en liðnir væru niu mánuðir frá brúðkaupi
þeirra. Þegar sú fregn kom fyrir prófast héraðsins, sem var séra
Björn i Sauðlauksdal, þá tók hann á málinu af fyllsta strangleik
og bannaði séra Hjálmari alla prestsþjónustu, þótt Hallgrímur
Bachmann fjórðungslæknir gæfi vottorð um, að barnið hefði
ekki verið fullaldra er það fæddist. Hér var úr vöndu að ráða, þar
sem séra Jón vildi fyrir engan mun, ef annars væri kostur, missa
aðstoð tengdasonar síns. Leitaði hann þá fyrir sér norðan fjalla,
er bar góðan árangur. Því að prófasturinn í Strandahéraði, séra
Asgeir Jónsson á Stað i Steingrímsfirði, var ekki jafn siðavandur
og kollega hans í Sauðlauksdal og fann ekkert því til fyrirstöðu,
að séra Hjálmar fengi fulla uppreisn þegar i stað, vegna of
bráðrar barneignar. Skiptu þeir þá á brauðum séra Jón á Stað og
séra Benedikt Pálsson i Tröllatungu. Fáum árum síðar lét séra
Jón af prestskap i Tröllatungu og fékk tengdasonur hans þá
veitingu fyrir því prestakalli.
Séra Hjálmar var gáfumaður og vel að sér í mörgum lær-
dómsgreinum, bæði fornum og nýjum. Hann var fróðleiksmaður
mikill og hafði meðal annars ríkan áhuga á náttúrufræði, sem að
151