Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 154
einhverju leyti kann að hafa stafað frá viðkynningu og vist hjá
Eggerti Ólafssyni. Hann stundaði eitthvað lækningar og var
margt til lista lagt, til dæmis var hann ágætur skrifari og bók-
bindari. Skáldmæltur var hann og nokkuð á þeirrar tíðar hátt og
þótti góður predikari. Hann var hraustmenni til burða, bjartur á
hár og að yfirliti og fríður sýnum. Búsýslumaður mikill og auð-
sæll, en þó töluvert drykkfelldur. Hreyfur af víni var hann
sagður leiður til skapsmuna og viðskotaillur, en glaðsinna og
skemmtinn í tali þar fyrir utan. Sínkur þótti hann á fé og einnig
kona hans. Þó er eins líklegt, að sagnir um síngirni hans og nízku
hafi aðallega orðið til eftir að hann skilaði Tröllatungustað í
hendur séra Björns sonar síns. Öll hús staðarins voru þá mjög
hrörleg og sum þeirra sennilega nálega að falli komin, en ofa-
nálag þó gert lítið eða ekkert af úttektarmönnum. Þetta með
ýmsu öðru var séra Hjálmari virt til nízku og harðdrægni við son
sinn.
Allir sem eitthvað hafa kynnt sér gamlar jarðaúttektir munu
hafa veitt því athygli, að ef húsin héngu uppi, því aðeins var um
torfhús að ræða, þá var ofanálag aldrei gert nándar nærri nógu
hátt til þess að gera mætti þau upp með sem ný með ofanálag-
inu, enda þótt við það ætti að miða í úttektinni. Þá hefur og
vísukorn eitt, sem margir kunna stuðlað að svinnuorði á séra
Hjálmari. Vísan er þannig:
Margur býr vib magran kost,
millum þorra ogjóla.
Hjálmar sendi hálfan ost,
honum Bimi í skóla.
I æviágripi séra Björns eftir sjálfan hann, sem birzt hefur á
prenti (Merkir Isl. I. fl. 3. bindi) er hvergi nokkurs staðar vikið að
því, að faðir hans hafi verið naumur í útlátum við hann á
skólaárunum. Aftur á móti kennir nokkurrar gremju hjá honum
vegna úttektarinnar á húsum staðarins og álagi á þau, einnig
óánægju yfir þrengslum í sambýli við foreldra sína, þegar hann
var orðinn barnmargur ómagamaður. I fyrrnefndu ævisögu-
152