Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 156
að hafa séð prentaða er sú, að Jón varalögmaður þá i Miðhúsum
hjá Reykhólum hafi viljað fá eina dóttur Brynjólfs á Heydalsá
fyrir bústýru eða konu, en þær vildu ekki vegna óorðs er lá á
lögmanni. Sendi hann þeim þá draug, er Bessi var nefndur. Og
eru til ótal sögur af honum. Ein sagan er það, að þegar séra
Hjálmar Þorsteinsson var prestur í Tröllatungu í Steingrímsfirði
(1775—1798) hafi það eitt sinn verið, að hann kom að Kolla-
fjarðamesi laugardagskvöld, og ætlaði upp að Felli til að messa
þar daginn eftir. Honum var boðin gisting því að farið var'að
skyggja, en hann afþakkaði. Segir þá einhver: „Hann Bessi villir
yður.“ Þá svarar hann:
„Enginn Bessi mcetir mér,
né mínum ferðum tálmar.
Hann genr ekki að gamni sér
að glettast við hann Hjálmar. “
En svo fóru leikar, að prestur kom ekki að Felli fyrr en morguninn
eftir. Engum sagði hann frá næturferð sinni og ekki var víni um
að kenna, að sagt var.“
I Strandamannasögu Gísla Konráðssonar er eftirfarandi sögn
um atburði þessa: „Margar voru sagnir af Ströndum af draugi,
sem Bessi var kallaður. En flestir sögðu hann uppvakinn af Jóni
varalögmanni Ólafssyni á Miðhúsum á Reykjanesi, því að þar
bjó hann um hríð og var kallaður fjölkunnugur. Var sagt hann
hefði vakið upp þann mann er Bessi hét og sent hann systrum
tveim á Kollafjarðarnesi, en ekki eru þær nafngreindar. Sagt er
og að eigi vildu þær selja honum erfðaparta sína úr Nesi. Kom
hann (þ.e. Bessi draugur) norður í Kollafjörð og fór víða um
Strandir, reið húsum og barði hælum við þekju þá er náttaði á
mörgum bæjum, svo að enginn maður þorði frá bæ sínum er
rökkva tók, fyrir reimleikum, nema þeir færu tveir eða þrír
saman. Þá var það að Hjálmar prestur í Tröllatungu vildi einn
fara, og er um það var rætt við prest, að varlegra væri eigi einn að
vera, svaraði hann með vísu þessari: Enginn Bessi mætir mér,
o.s.frv.
154