Strandapósturinn - 01.06.1982, Side 158
1819, en Margrét Jónsdóttir kona hans tæpum tveimur árum
fyrr, 26. nóvember 1817. Eins og fyrr var frá sagt, þá eignuðust
þau hjón fjögur börn, sem til aldurs komust, þrjá syni og var séra
Björn þeirra elztur, en bræður hans hétu Guðbrandur og Jón.
Guðbrandur bjó lengi á Valshamri í Geiradal. Hann var sagður
ölkær og glettinn í tilsvörum, en skynsemdarmaður og bókavin-
ur. Hann var giftur og á afkomendur, þótt hér verði eigi taldir.
Jón Hjálmarsson, næstelztur sona séra Hjálmars, bjó til æviloka
í Skálholtsvík við Hrútafjörð, en andaðist tiltölulega ungur að
aldri eða tæpra 36 ára. Kona hans var Sigríður dóttir Andrésar
ríka Sigmundssonar á Skriðnisenni í Bitrufirði. Áttu þau mörg
börn og fjölda afkomenda, sem lengi áttu sér staðfestu í innri
hluta sýslunnar, Hrútafirði og Bitru, þótt hér sé eigi ætlunin að
rekja það nánar. Af þremur dætrum þeirra séra Hjálmars og frú
Margrétar, náði einungis ein og jafnframt yngsta barn þeirra
fullorðinsaldri, það var Jórunn Hjálmarsdóttir fædd í Trölla-
tungu árið 1787. Hún var sögð góður kvenkostur, en átti laun-
barn andvana fætt i föðurgarði, með Magnúsi nokkrum Jóns-
syni, er síðar varð þilskipaformaður í Flatey, hjá Guðmundi
Scheving agent og útgerðarmanni. Hún flutti með Guðbrandi
bróður sínum að Valshamri og var hjá honum síðan, ógift til
æviloka um eða eftir 1860.
Skal þá vikið að fyrrnefndum ættföður svonefndrar Trölla-
tunguættar, séra Bimi Hjálmarssyni, fyrsta barni þeirra séra
Hjálmars og frú Margrétar. Hann var fæddur á Stað á Reykja-
nesi árið 1769. Ævisaga hans, rituð af honum sjálfum á gamals-
aldri, er í handritasafni Landsbókasafnsins, en eins og fyrr var
getið er hún einnig til á prenti í safnritinu „Merkir Islendingar“.
Ævisagan er skemmtilega rituð og vekur mikla samúð með höf-
undinum. Hann lærði fyrst undir skóla hjá föður sínum og síðan
hjá séra Gunnari Pálssyni, er þá var uppgjafaprestur á Stað á
Reykjanesi. Séra Gunnar var eldri bróðir Bjarna Pálssonar,
fyrsta landlæknis vor Islendinga. Hann var gáfumaður mikill og
skáld gott. Manna lærðastur en lítill búmaður, ógætinn í em-
bættisverkum, enda nokkuð hneigður til drykkju.
Haustið 1786 settist Björn í Reykjavíkurskóla hinn eldra, það
156