Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 160
átti að taka. En með því að hann var í vonum þess kominn suður
á land þá leitaði hann þar eftir annarri atvinnu, og fékk skrifara
eða bókhaldarastarf hjá forstöðumanni ullarverksmiðjanna í
Reykjavík (þ.e. Innréttingum Skúla landfógeta eða réttara sagt
leifum þeirra). Því starfi hélt hann næstu fjögur ár. Þá kynntist
hann konu sinni, sem síðar varð, Valgerði Björnsdóttur, borg-
firzkrar ættar. Hún var vinnukona í Viðey, er þau Björn kynnt-
ust. Attu þau bam saman áður en þau giftust, svo að Björn varð
að fá uppreisn til prestskapar eins og séra Hjálmar faðir hans.
Þau Valgerður giftust í Reykjavík sumarið 1792. Hann var fyrst
vígður aðstoðarprestur föður síns af Hannesi biskupi Finnssyni í
Skálholti vorið 1794. Bjuggu þau hjón fyrst á hálfum Steinadal í
Kollafirði í sex ár, en síðan tólf ár í Tröllatungu á móti séra
Hjálmari, og síðan fimm ár á Kirkjubóli í Tungusveit. Svo er að
sjá af æviminningum séra Björns, að hann hafi haft mjög erfiða
afkomu í tvíbýlinu á móti foreldrum sínum í Tröllatungu, þegar
hann tók það til ráðs að flytja að Kirkjubóli með konu og böm,
sem mörg voru orðin. Kirkjuból er sjávarjörð og liggur vel við til
sjósóknar, þegar fiskur gengur á grunnmið. Ef til vill hefur það
og valdið miklu um þá ráðabreytni, að samkvæmt eigin sögn, þá
felldi séra Björn sig betur við sjómennsku en landbúskap.
Eftir fimm ára búskap á Kirkjubóli flutti hann aftur að
Tröllatungu og bjó þar til ársins 1843. Fór þá að Klúku í Miðdal
og var þar til dauðadags, 17. okt. 1853. Á banadægri átti hann 27
barnabörn á lífi. I prestaævum Sighvats Borgfirðings er þeim
séra Birni og Valgerði konu hans lýst þannig: „Hann var
meðalmaður á vöxt og vel fallinn í andliti, fríður sýnum og
eygður vel. Hann var ágætur söngmaður og kunni söng manna
bezt. Varð hin fagra söngrödd hans síðan kynfylgja barna hans
og margra afkomenda, svo að frægt er. Hann var góður predik-
ari, námsmaður mikill og lærður vel á þeirrar tíðar hátt. Hafði
gott skyn á lækningum og var heppinn blóðtökumaður. Skáld
sæmilegt og orti ýmsa kviðlinga, þar á meðal vísur um Njólu
Björns Gunnlaugssonar, erfiljóð eftir foreldra sína og margt
fleira. Skrifari góður á settletur og fljótaskrift og málari. Hann
var fróðleiksmaður mikill og ritaði ýmsan fróðleik fornan og
158