Strandapósturinn - 01.06.1982, Síða 162
hafði séra Jón unnið fyrir kostnaði við stúdentsnám sitt, að miklu
eða jafnvel mestu leyti. I prestaævum Sighvats Borgfirðings í
Landsbókasafni, er séra Jóni Björnssyni þannig lýst: „Séra Jón
var lítill maður vexti, smáfallinn í andliti, ljós á yfirlit og bjartur
á hár, starfssamur og harðgjör, einarður, góður og skörulegur
predikari. Hafði söngróm háan og snjallan eins og öll systkini
hans.
Nokkru eftir að séra Bjöm Hjálmarsson varð aðstoðarprestur
föður síns í Tröllatungu, kom út í Leirárgörðum ný messusöngs-
og sálmabók árið 1801, sem leysa skyldi af hólmi gömlu grall-
aralögin og sálmabók Guðbrands biskups Þorlákssonar, er hvort
tveggja var þá ríflega 200 ára gamalt orðið, og þess vegna í
allmiklu ósamræmi við breyttan tíðaranda að margra hyggju,
einkum yngri menntamanna. Eins og oftast á sér stað um allar
nýjungar, var bókinni illa tekið í fyrstu, hún uppnefnd og kölluð
Leirgerður og kvæði ort henni til háðungar. Meðal annars fann
almenningur sálmunum það til foráttu, að nafn óvinarins, sem
sízt lá í þagnargildi hjá meistara Jóni Vídalín, var nú hvergi að
finna í texta hinnar nýju bókar. Þá var þetta kveðið:
„Island beztum blóma
búið fyrrum var,
fullt með flot og rjóma
feitt afkvœmi bar.
Prestar kenndu kristna trú,
en djöfli, víti, ár og álf
öldin trúði sú.
Nú er öldin önnur
öll af dyggðum snauð.
Hellt er hlandi á könnur
heilög trú er dauð.
Allt er komið í œrsl og busl,
andleg sálma er orðin bók
andskotalaust rusl. “
160