Strandapósturinn - 01.06.1982, Side 167
þar á sjötugasta og öðru aldursári. Kona hans var Sigríður
Bjarnadóttir prests í Garpsdal Eggertssonar prests í Saurbæjar-
þingum og víðar. Bjarnasonar landlæknis Pálssonar. Synir
þeirra Jón og Guðbjörn bjuggu í Tungugröf eftir foreldra sína.
Þeir voru báðir greindir menn og skáldmæltir, einkum Guð-
bjöm. Eins og fleiri eða réttara sagt flest öll alþýðuskáld mun
Guðbjöm lítt og jafnvel alls ekki hafa hirt um að rita niður
dægurvísur sínar og ljóð, er allt slíkt því að mestu óþekkt nú,
utan eitthvert smáhrafl, sem geymzt hefur í minni einstaka
manns.
Einhvem tíma á fyrsta áratugi yfirstandandi aldar, gerði
Guðbjörn ferð sína á vetrardegi suður yfir heiðar til Geiradals við
Gilsfjörð. Um þetta ferðalag sitt setti hann saman stuðlaða frá-
sögn í 24 ljóðlínum, í formi gátu eða einskonar gestaþrautar, sem
víða fór um nálægar sveitir, og reyndist mörgum ærið erfið
úrlausnar. Fyrstu sex línumar eða réttur fjórðungur ferðasög-
unnar hljóðar þannig:
„Fór ég að hitta framdur mína,
sólardaginn í sultardyrum.
Skundaði eftir skipsbotni,
eftir pað ofan öfuga rófu.
Kom um bakhlut til kunningjanna,
hitti þá óskerta á hestfœti
Þótt hér sé aðeins um einn fjórða hluta fyrrnefndrar ferðasögu
að ræða, lýsir hann strax bæði hagmælsku og hugkvæmni, er
kemur þó enn betur í ljós í þeim þremur fjórðu pörtum, sem
ógetið er. Til skýringar á því sem hér er birt er þetta: Sólardag-
inn í sultardyrum, þ.e. sunnudagurinn í föstuinngang. Skundaði
eftir skipsbotni, þ.e. gekk eftir fjallshrygg þeim, er Kjölur heitir.
Eftir það ofan öfuga rófu, þ.e. fór um dalskoru þá, er Rang-hali
nefnist. Kom um bakhlut til kunningjanna, þ.e. kom um aftan,
það er kvöld til kunningjanna. Hitti þá óskerta á hestfæti, þ.e.
hitti þá heila á hófi, það er húfi, sem mun algengari talsmáti.
Einn af sex sonum og fimmtán börnum hinna eldri prests-
165