Strandapósturinn - 01.06.1982, Síða 168
hjóna í Tröllatungu, séra Björns og Valgerðar konu hans, hét
Sæmundur, fæddur í Steinadal í Kollafirði árið 1801 og hinn
áttundi í aldursröð systkyna sinna. Hann var látinn heita eftir
Sæmundi Magnússyni frá Skógum í Þorskafirði, föðurbróður
þjóðskáldsins séra Matthíasar Jochumssonar. Þennan bráðgáf-
aða og námsþyrsta pilt hafði séra Björn tekið að sér, kennt
honum og komið í skóla, þar sem hann lézt eftir eins eða tveggja
vetra nám, sárt saknað af öllum, eigi hvað sízt fósturforeldranna.
Sennilega hafa nafnamir, Sæmundur Björnsson og Sæmund-
ur Magnússon verið ólíkir að mörgum eðliskostum öðrum en
greind og góðum hæfileikum til bóknáms, sem báðir hafa tví-
mælalaust haft til að bera í ríkum mæli. Sæmundur Björnsson
var manna fjölhæfastur og hagur til hvers er hafa þurfti á sjó sem
landi. Hann var víðkunnur söngmaður, hagmæltur ágætlega,
skemmtinn og glaðvær, en saup oft drjúgum á pyttlunni. Ekki
duldust séra Birni námshæfileikar þessa sonar síns, og hóf því
snemma að kenna honum frumatriði latínskrar tungu. En trú-
lega hefur strákur verið nokkuð fjörmikill og lítt iðinn við lær-
dóminn, því að bráðlega kom faðir hans honum fyrir til frekara
náms hjá tveimur fornkunningjum sínum í tvo vetur, og var
annar þeirra séra Amór Jónsson í Vatnsfirði, sem kenndi mörg-
um undir skóla og var nafnkunnur lærdómsmaður og kennari.
En nú hafði svo sköpum skipt, vegna harðinda og vaxandi dýr-
tíðar, að séra Björn fékk ekki komið þessum syni sínum í
Latínuskólann fyrir heila ölmusu (þ.e. námsstyrk) eins og
Sæmundi Magnússyni fyrrum, heldur aðeins hálfa nú, sem var
hvergi nærri nóg til viðbótar því litla er l'röllatunguprestur gat
lagt fram af bágum efnahag.
„Svo yfirgaf Sæmundur þessa lærdómsbyrjun, því hann var
til fleira, bæði til sjós og lands, vel lagaður af náttúrunni“. Segir
faðir hans í æviminningum sínum. Hin mjög svo ólíka skapgerð,
einbeitni og gáfnafar bræðranna, Sæmundar og séra Jóns
Björnssonar, kemur skemmtilega og afar glöggt í ljós í frásögn
föður þeirra, þar sem svo segir: „Nær hann (þ.e. Sæmundur) var
að byrja lærdóm hjá mér vissi ég ei fyrr en löngu seinna, að sonur
minn Jón, sem var fimm árum eldri og ekki eins fljótgáfaður sem
166