Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 170
sterk, bæri hitt meira frá hve blæfögur hún var. Björn var sem
vænta mátti forsöngvari í Tröllatungukirkju í marga áratugi. Ef
hann forfallaðist og gat ekki mætt er mælt, að kirkjugestum hafi
fundizt því líkt sem enginn söngur væri. Kona Björns var Helga
Sakariasdóttir frá Heydalsá í Steingrímsfirði Jóhannssonar. Þau
bjuggu allan sinn búskap á Klúku í Miðdal, sunnan Stein-
grímsfjarðar, og munu hafa eignast 17 börn alls, sem ekki náðu
þó öll fullorðinsaldri. Björn var hagorður í betra lagi, góður
skrifari og bókbindari og fróðleiksmaður mikill. Um Björn hefur
sú saga komist á loft, að á yngri árum hans í föðurgarði hafi hann
keypt brennivín í tunnutali og selt út aftur í potta- og pelatali
með hæfilegum ágóða. Þegar tunnurnar voru orðnar tómar
kallaði eigandinn þær Þuríðar og orti sálma um andlát þeirra,
eða réttara sagt innihaldsins. Kvað upphaf eins Þuríðarsálmsins
hljóða svo:
„Þama liggur Þuríður heitin,
við pig var margur piltur áleitinn,
af pví að pú varst fríð kona fundin.
Farðu vel, nú komin er stundin.
Meðan pinn ég mœldi út svitann,
margan skilding fallega litan
fékk ég meðan fjörið var heitast.
Fjarski er hvað tímamir breytast. “
Einhvers staðar í Klúkuengjum kvað vera lækjarsytra, sem
skilur á milli þeirra og slægjulanda næstu jarðar. Nágranni
Bjöms hafði þann hátt á, þegar hann var við heyskap á þeim
slóðum, að hann stóð sín megin við landamerkjalækinn og
seildist til með orf og ljá eins langt og hægt var, og sló einnig
lækjarbakkann Klúkumegin og tók það hey til sín. Þá kvað
Björn:
168