Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 10
Vorfagnaður var haldinn um miðjan apríl, spilað var bingó og
dansað. Aðalfundur félagsins var haldinn 26. maí í Domus
Medica. Stjóm félagsins er óbreytt frá fyrra ári. 5. júní var
kaffiboð fyrir eldri Strandamenn í Domus Medica, voru mættir
þar um 170 manns. Kór Átthagafélagsins söng fyrir gesti undir
stjórn Magnúsar Jónssonar frá Kollafjarðarnesi.
Kórinn starfaði með miklum blóma og hélt söngskemmtun í
Fóstbræðraheimilinu 7. maí. Var þar fjölmenni og kórfélögum
vel fagnað.
Sumarferð var farin norður á Strandir 24.—26. júní. Má segja
að stærsta afmælisgjöfin sem félagið fékk hafi verið sumarbú-
staðurinn, sem vígður var í þessari ferð og hlaut nafnið
Strandasel. Afhenti byggingarnefnd félaginu bústaðinn tilbúinn
til afnota. Var þar margt um manninn og bauð byggingar-
nefndin upp á léttar veitingar. Um kvöldið hélt Átthagafélagið
skemmtun að Sævangi, söng kórinn við mjög góðar undirtektir
viðstaddra. Þá lék hljómsveitin S.O.S. fyrir dansi. Þótti ferðin
takast mjög vel.
Spilakvöld voru haldin í Domus Medica 15. október og 25.
nóvember. Kökubasar var að Hallveigarstöðum 5. desember, sá
byggingarnefndin um hann þriðja árið í röð í fjáröflunarskyni.
Ég vil fyrir hönd Átthagafélagsins þakka öllum þeim félags-
mönnum og öðrum sem lagt hafa sitt af mörkum með köku-
bakstri, peningaframlögum og sjálfboðavinnu, ómetanlega að-
stoð við byggingu sumarbústaðarins.
Byggingarnefnd undir stjórn Þorgeirs Guðmundssonar hefur
unnið mikið sjálfboðastarf á þeim þremur árum sem húsið hefur
verið í byggingu.
Vil ég færa þeim sérstakar þakkir.
Ekki má gleyma Strandapóstinum. 2., 3. og 4. árgangur hafa
verið endurprentaðir og eru nú fáanlegir allir árgangar hjá
Haraldi Guðmundssyni, Fornhaga 22, sími 12901.
Góðir félagsmenn, ég þakka ykkur gott samstarf og hvet ykkur
til að mæta á allar skemmtanir og taka þátt i félgsstarfinu.
Formaður Átthagafélags Strandamanna í Rvík.
Gísli Ágústsson.
8