Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1983, Síða 13

Strandapósturinn - 01.06.1983, Síða 13
heima hjá foreldrum sínum á jólum og hátíðum. Það var því ekki sjaldan að ég fór norður til þeirra og var hjá þeim um jólin. Þar voru þá líka tvö yngri systkini þeirra bræðra, Steinunn og Ferdinand Söebeck, er verið höfðu fyrstu nemendurnir mínir. Þarna var mér ávallt tekið eins og væri ég eitt barnanna þeirra Guðmundar og Sigríðar. Mér leið mjög vel í þessum félagsskap. Ég ætla nú að segja frá einum jólum á þessum afskekkta stað. Þetta er á kreppuárunum og því lítið um eyðslu í sambandi við jólin, en jólin sjálf eru stórhátíð hvar sem er á landinu. Allir hlakka til jólanna, ungir sem gamlir. Þegar líður að Þorláksmessu eru menn komnir í léttara skap og farnir að búa sig undir það sem í nánd er. Börnunum er gefið frí og kennarinn fær líka frí. Áður en ég veit af er ég kominn af stað upp á fjall með pokaskjatta um öxl. Eg er á leið norður í Byrgisvík. Mikið hlakka ég til jólanna og að hitta allt þetta góða og glaða fólk. Það eru engar jólagjafir í pokanum mínum, en nokkrar spennandi skáldsögur sem ég ætla að lesa fyrir fólkið þegar mesta helgin er um garð geng’n. Auk þess eru í pokanum mínum klæðnaður til jólanna: Gömul, snjáð spariföt og nýir sokkar sem mágkona mín hefur gefið mér. Veðrið er gott, jörð auð að mestu og vötn frosin. Það er alllangur vegur af Selströnd og norður í Byrgisvík og dagur stuttur um þetta leyti árs. Það er því löngu komið myrkur þegar ég ber að dyrum á Kleifum í Kaldbaksvík um kvöldið, en þar eru vinir mínir þá, Lárus og Jósteinn. Þeir hafa róið þaðan um haustið á báti föður síns og haldið til hjá Guðbjörgu systur þeirra, sem er húsfreyja og gift bóndanum á staðnum, Magnúsi Magnússyni. Daginn eftir er logn og að öllu leyti gott veður. Bræðurnir búa sig undir að flytja þann hluta haustaflans heim, sem ekki er ætlaður til sölu. Þetta er bæði saltaður fiskur og hertur. Hinn hluti aflans átti að fara í verslanir við Steingrímsfjörð. Jósteinn fer ekki með því hann þarf að fara í kaupstað til Hólmavíkur og kaupa ýmislegt fyrir jólin. Þarna eru einnig staddir tveir að- komumenn, Guðbrandur Guðbrandsson, bóndi og smiður í Veiðileysu og Ingimundur Jónsson frá Bassastöðum. 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.