Strandapósturinn - 01.06.1983, Síða 22
Óspakseyrar að Methúsalem lagði hug á hana og dró engar
dulur á að hann ætlaðist ekki til að hún færi frá sér aftur.
Varð meynni þetta mjög til ama, því ekki kunni hún við að
svara húsbóndanum illu, en vildi þó á engan hátt bregðast
heitmanni sínum.
Fór þessu svo fram um hrið að hvorki rak né gekk í kvonbæn-
um bónda og gerðist hann þó sífellt ákafari í sókn sinni.
Nú berst það til eyrna Benedikts hversu komið er, að festar-
mær hans hafi engan frið fyrir húsbónda sínum og líkar honum
þetta stórilla sem vonlegt var. En með því að maðurinn var
snöggur til athafna og ódeigur, hugsaði hann sér að taka þarna í
taumana án tafar. Söðlaði hann því hest sinn, og hafði enda
annan í taumi. Var sá með kvensöðli á. Ríður hann nú sem leið
liggur út Hrútafjörð og Bitrufjörð að Óspakseyri og kemur þar
að afliðnu hádegi. Þetta var eins og áður er getið að.vorlagi og er
Lilja að hreinsa túnið nokkru fyrir framan bæinn. Hann segir
henni hvað honum hafi verið hermt um ástleitni bóndans við
hana og sjái hann ekki annan kost vænni en að hún fari héðan
með sér þegar í stað. Hún maldar í móinn, segir þetta fleipur eitt
og kunni hún ekki við að hlaupa þannig úr vistinni að ástæðu-
litlu.
Nú sem Methúsalem sér gestkomuna, hraðar hann sér á vett-
vang. Verða með þeim Benedikt ómjúk orðaskipti og heldur
hvor þeirra fram eignarrétti sínum á meynni. Þóttist Methú-
salem standa betur að vígi, þar sem Lilja var vistráðin hjá hon-
um og segist ekki sleppa henni, en skipar Benedikt að hypja sig
tafarlaust til síns heima.
Benedikt hefur þá engin orð um þetta meir, en þrífur stúlk-
una, eins og hún kom fyrir, með strigasvuntu og hrífuvettlinga,
og sveiflar henni upp í söðulinn. Stekkur hann svo á bak sínum
hesti og slær duglega í.
Skildi þar með þeim biðlunum og sá Methúsalem að hann
myndi aldrei ná þeim hjónaleysunum, þótt hann reyndi, því
hestar voru ekki tiltækir. En karl er þó ekki af baki dottinn.
Óspakseyri stendur við vestanverðan Bitrufjörð, sem er þarna
mjór á kafla. Þar var fólk oft ferjað yfir og lá þjóðvegurinn þar
20