Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 23
niðri við fjöru. Hrindir nú Methúsalem báti sínum á flot og rær
yfir fjörðinn. Hyggst hann gera þeim fyrirsát og hagar vel til, þar
sem báðu megin vegar eru klettadrangar, sem Slitur nefnast.
Velur hann sér þar hagkvæman stað og bíður átekta.
En lengi hefur hann mátt bíða, því einhvern veginn hefur
Benedikt getið sér til um fyrirætlanir Methúsalems og séð við
lekanum og sett undir hann, eins og sagt er. Setur hann sig „yfir
fjall“, sem kallað er, ríður sem leið liggur yfir Stikuháls framan-
verðan upp frá Þórustöðum og yfir i Heydal og þaðan ofan að
Kollsá. Með þessu snjalla herbragði vann hann frækilegan sigur
í meyjarmálunum.
Giftu þau sig skömmu síðar, Benedikt og Lilja, fluttust vestur í
Dali og lifðu þar í farsælu hjónabandi.
Viðbótarorð um Bjöm á Klúku
I síðasta hefti Strandapóstsins — 16. árg. — segir Jóhann
Hjaltason frá Tröllatunguprestum og afkomendum þeirra og
segir að endingu frá Birni Björnssyni á Klúku í Tungusveit. Þar
eru skráð tvö erindi af Þuríðarsálmi Björns, sem hann orti um
brennivínstunnu sína, sem tæmd var orðin. En erindin eru þrjú,
og eru svona:
Þama liggur Þuríður heitin
við þig var margur þiltur áleitinn
af því þú varstfríð kona fundin
farðu vel, nú komin er stundin.
Meðan þinn e'g mœldi út svitann
margan skilding fallega litan
fékk ég, meðan fjörið var heitast
fjarski er hvað tímamir breytast.
Strax og öndin skraþþ út úr skrokknum
skiþti fljótt um hljóðið í strokknum
vinakossinn verður þvífremur
votur þegar sumarið kemur.
21