Strandapósturinn - 01.06.1983, Side 47
Magnús bóndi á Kinnastöðum þekkti foreldra mína og var
okkur tekið þar sem velkomnum gestum og veitt af rausn.
Við réttina var margt manna, karlar og konur og glatt á hjalla.
Ég, sem þarna var kominn i fyrsta sinn hafði mikla ánægju af
þeim fagnaði, og mörg haust eftir þetta var ég sendur í Kinna-
staðarétt og kynntist þá mörgu góðu fólki sem gott er að muna.
Þegar sundurdrætti var lokið, tókum við okkar fé og rákum
það af stað. Veður var gott, norðan kaldi og bjart.
Þar sem áliðið var dags ákváðum við að hafa náttstað sunnan
heiðar. Ég gisti á Hríshóli hjá frænda mínum, Benedikt Finns-
syni, en Ingimundur var með féð í Munaðstungu.
Með birtingu næsta morgun var ég þangað kominn, en þá var
norðan kalsa rigning og veðurútlit ekki gott til að leggja á Lax-
árdalsheiði, ákvað því Ingimundur að við skyldum fara Bæjar-
dalsheiði, sá fjallvegur liggur dálítið sunnar og er talsvert lægri.
Við vorum með 50—60 fjár. Ferðin gekk sæmilega fyrsta spöl-
inn, þrátt fyrir vind og regnveður, en þegar kom fram á Bæjar-
dalinn skall á norðanhríð með talsverðu frosti. Þó héldum við
áfram um stund.
Þegar við komum að Þvergili sem fellur í Bæjará og mig
minnir að heiti Lambagil, var komið svo mikið krap í það, að
Ingimundur taldi tvísýnt að við kæmum fénu þar yfir, enda þá
kominn svartabylur. Við snerum því við undan veðrinu og rák-
um féð niður að Bæ í Króksfirði. Þar bjuggu þá rausnarhjón-
in Sigríður Einarsdóttir frá Snartartungu og Ingimundur
Magnússon frá Hrófbergi. Margt var næturgesta á heimilinu og
okkur var tekið þar af miklum höfðingsskap. Ég var kaldur og
illa til reika, því hlífðarföt voru þá ekki jafn fullkomin og nú.
Mér voru fengin þurr föt og hlynnt að mér og auðvitað okkur
báðum eins og best mátti verða, enda fljótir að jafna okkur eftir
volkið, sem ég held þó að hafi ekki gengið nærri karlmenninu
Ingimundi.
Hríðinni létti þegar leið á nóttina og um morguninn var
dágott ferðaveður, norðan frostgjóla en bjart yfir. Við lögðum
því af stað norður Bæjardalsheiði, niður Tóftardal og heim að
Víðidalsá. Vorum við þá einum degi á eftir áætlun, en gert var
45