Strandapósturinn - 01.06.1983, Qupperneq 49
Ingvar Agnarsson:
Sagnir og ljóð
Tólfmannabobi
I norðvestur frá Seljanesi er boði sá, er Tólfmannaboði nefnist.
Raunar er þarna um þrjá boða að ræða í beinni röð. Aldrei
standa þeir upp úr sjó, nema á stórstraumsfjöru. Þeir eru því
hinir viðsjálustu öllum sjófarendum sem þarna eiga leið framhjá.
Sagt er að þessi hættulegi boði dragi nafn sitt af því, að eitt
sinn fyrir löngu (enginn mun nú vita hversu langt er síðan) hafi
þarna farist bátur með tólf mönnum. Má geta nærri, hvílíkt
voðaáfall það hefur verið mörgum heimilum, að missa þarna í
einu vetfangi svo marga menn.
Munaðarnes er bær yst að austanverðu við Ófeigsfjarðarflóa.
Forn munnmæli herma, að einhverjir af bátsverjum hafi verið
frá þeim bæ, og að sést hafi til bátsins er slysið varð. Þykir mér
þó, sem þetta sé mjög hæpið, því svo langt er á milli þessara
staða, jafnvel þótt veður hafi verið bjart. Bein lína milli Mun-
aðarness og Seljaness mun vera nálægt 2,2 km.
I sambandi við þetta slys, er og önnur saga. Hún er sú, að áður
hafi bærinn heitað Unaðarnes, en vegna þess, hve mörg börn
urðu nú hér munaðarlaus, hafi nafni bæjarins verið breytt, og
hann hér eftir kallaður Munaðarnes, (þótt reyndar virðist mér sú
nafngift benda til þess gagnstæða).
Eitt má telja víst: Boðinn illræmdi og hættulegi norður af
Seljanesi, Tólfmannaboði, mun ekki hafa hlotið nafngift sína að
tilefnislausu, enda hafa munnmæli geymst í minni manna í
marga ættliði, sem benda til slíks þótt óljós séu.
Mikill harmur hefur verið kveðinn að íbúum Árneshrepps, við
þetta sviplega slys horfins tíma, og mörg hafa heimilin orðið um
47