Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 56

Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 56
ekki var smalað nógu vel og oft misstu því sumir fé sitt í hretinu sem kom 8. nóv. og var til 13. sama mánaðar. Margt af fénu fannst í hretinu og eftir það fennt og hálf-fennt og vantar hér um pláss frá 1 til 16 kindur á bæ, á sumum bæjum fannst allt á endanum því alltaf var leitað. Geldfé var fremur rýrt og ullarlítið í haust og er það líklega vegna þurrkanna í sumar og var það óþægilegt fyrir þá sem mikið höfðu pantað, helst þeim sem ekki höfðu annað en vetur- gamalt fé að láta, þyngsta kind veturgömul er fór í pöntunina var geldingur frá Jóni í Tungu, hann var 136 pund og þyngsti sauður er fór í pöntunina var 170 pund frá Bimi á Smáhömrum og var það fullorðinn sauður. R.R.Riis á Borðeyri kom hér í haust og tók kindur upp í skuldir en ekki keypti hann fyrir peninga eins og í fyrra, hann tók 100 punda kindur á 12 krónur. Fé skarst í meðallagi hjá flestum hér, það ég veit, skal hér sýnt meðaltal af skurði kinda á einum bæ Tind í Miðdal og er það svona: Meðaltal af 6 ám ket 35V2 pund, mör 14 merkur. Meðaltal af 17 hrútum ket 47 pund, mör 17 merkur. Meðaltal af 5 lömbum ket 21 pund, mör IV2 mörk. Vænsti skrokkur var af hrút 53 pund og mestur mör 23 merkur, má af þessu sjá ef það er borið saman við það sem sagt er í 1. nr. Dalbúans 1891 hvað lakar hefur skorist nú heldur en þá. Ekki hefur bráðapest drepið margt hér, mest 1 til 10 það ég veit, nema hjá Eymundi í Bæ á Selströnd er dautt 70 að sagt er, og er það þakkað góðri meðferð á fénu hér að svo fátt drepst. Grímur Ormsson og Grímur Benediktsson settu á hey manna hér í Tungusveit og eru allir vel birgir með hey að þeir segja nema Aðalstein á Heydalsá og Sigurð í Vonarholti vantar heldur hey en annar þeirra fækkaði á fóðrum eftir að þeir settu á. Um leið og sett var á mældu þeir jarðabætur í Kirkjubólshreppi en ekki get ég sagt um hvað þær eru miklar. Afli var hér nokkur við Steingrímsfjörð í haust og dálítið fékkst af smokk en ágætis afli fyrir norðan á Gjögri þegar gefið hefur en tíðarfar hefur verið heldur óstillt í haust. 54
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.