Strandapósturinn - 01.06.1983, Page 56
ekki var smalað nógu vel og oft misstu því sumir fé sitt í hretinu
sem kom 8. nóv. og var til 13. sama mánaðar. Margt af fénu
fannst í hretinu og eftir það fennt og hálf-fennt og vantar hér um
pláss frá 1 til 16 kindur á bæ, á sumum bæjum fannst allt á
endanum því alltaf var leitað.
Geldfé var fremur rýrt og ullarlítið í haust og er það líklega
vegna þurrkanna í sumar og var það óþægilegt fyrir þá sem
mikið höfðu pantað, helst þeim sem ekki höfðu annað en vetur-
gamalt fé að láta, þyngsta kind veturgömul er fór í pöntunina
var geldingur frá Jóni í Tungu, hann var 136 pund og þyngsti
sauður er fór í pöntunina var 170 pund frá Bimi á Smáhömrum
og var það fullorðinn sauður.
R.R.Riis á Borðeyri kom hér í haust og tók kindur upp í
skuldir en ekki keypti hann fyrir peninga eins og í fyrra, hann tók
100 punda kindur á 12 krónur. Fé skarst í meðallagi hjá flestum
hér, það ég veit, skal hér sýnt meðaltal af skurði kinda á einum
bæ Tind í Miðdal og er það svona:
Meðaltal af 6 ám ket 35V2 pund, mör 14 merkur.
Meðaltal af 17 hrútum ket 47 pund, mör 17 merkur.
Meðaltal af 5 lömbum ket 21 pund, mör IV2 mörk.
Vænsti skrokkur var af hrút 53 pund og mestur mör 23
merkur, má af þessu sjá ef það er borið saman við það sem sagt er
í 1. nr. Dalbúans 1891 hvað lakar hefur skorist nú heldur en þá.
Ekki hefur bráðapest drepið margt hér, mest 1 til 10 það ég
veit, nema hjá Eymundi í Bæ á Selströnd er dautt 70 að sagt er,
og er það þakkað góðri meðferð á fénu hér að svo fátt drepst.
Grímur Ormsson og Grímur Benediktsson settu á hey manna
hér í Tungusveit og eru allir vel birgir með hey að þeir segja
nema Aðalstein á Heydalsá og Sigurð í Vonarholti vantar heldur
hey en annar þeirra fækkaði á fóðrum eftir að þeir settu á. Um
leið og sett var á mældu þeir jarðabætur í Kirkjubólshreppi en
ekki get ég sagt um hvað þær eru miklar.
Afli var hér nokkur við Steingrímsfjörð í haust og dálítið fékkst
af smokk en ágætis afli fyrir norðan á Gjögri þegar gefið hefur en
tíðarfar hefur verið heldur óstillt í haust.
54